Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

54 ekki. Þá væri mikilvægt að bæjarfélög ættu hafnarsvæðin og leigðu þau út á sanngjörnum kjörum þannig að enginn gæti einokað þau. Rétt væri einnig að taka frá lóðir fyrir opinberar byggingar áður en lóðir hækkuðu í verði svo samfélagið þyrfti ekki að bera kostnað af dýrum lóðakaupum. 17 Almennt virðist boðskapur Guðmundar hafa skilað sér og sveitarfélög gert sér grein fyrir mikilvægi þess að eiga það landsvæði sem þéttbýlið nær yfir og kappkostað að eignast það land sem byggðist. Sem dæmi má nefna Reykjavík, þar sem lóðasala hafði verið tekin upp eftir að lög frá árinu 1903 heimiluðu slíkt, en áður höfðu menn fengið lóðir til eignar án endurgjalds. Árið 1915 tóku ný lög gildi sem heimiluðu lóðaleigu og síðan þá hafa lóðir í Reykjavík, undantekningarlítið, verið leigðar en ekki seldar. 18 Nú á Reykjavíkurborg 90% af því landi sem tilheyrir þéttbýli innan borgarmarkanna. 19 Einnig má nefna Kópavog sem dæmi en þar á bæjar­ félagið 94% af heimalandi sínu. 20 Verðhækkun lands sem stafar af þéttbýlismyndun átti að mati Guðmundar að skila sér í sameiginlega sjóði en ekki til einstakra lóðarhafa, en það taldi hann beinlínis ósanngjarnt. 21 Þessi viðhorf hans voru í anda Henry George sem jafnan er talinn höfundur kenninga um sérstakan skatt á þá verðhækkun lands sem verður til vegna opinberra aðgerða. Hugmyndir um slíkan skatt áttu nokkra fylgismenn á Íslandi í upphafi 20. aldar. Það sést meðal annars hjá aðstandendum Réttar , tímarits um félagsmál og mannréttindi, sem kom fyrst út árið 1915, en strax á fyrstu útgáfuárum þess voru birtar greinar um George og kenningar hans. 22 Fyrstu skipulagslög í Bretlandi, The Housing, Town Planning Act voru sett árið 1909. Breskir skipulagsfrömuðir gerðu sér ljóst að skipulag hefði áhrif á verðmæti einstakra eigna. Því heimiluðu lögin að innheimta mætti gjald af þeim sem hagnast hefðu af skipulagsákvörðunum og jafnframt mætti bæta þeim sem hefðu orðið fyrir fjárhagstjóni af völdum skipu­ lagsákvarðana skaðann. Þessi heimild virðist hafa haft takmörkuð áhrif og oft verið reynt að bæta hana. 23 Eflaust hefur Guðmundur þekkt þessa lagaheimild en hann mun hafa haft frumvarp í smíðum árið 1924, um að fjármagna mætti skipulag með verðhækkunarskatti. Aldrei varð þó úr því að verðhækkunarskattur væri innleiddur hér á landi, en upp á því var þó bryddað nokkrum sinnum, bæði á Alþingi 1932 og 1933 og í bæjarstjórn Reykjavíkur 1931. 24 Við endurskoðun skipulagslaga 1938 mun Geir Zoëga, nefndarmaður í skipulagsnefnd ríkisins, einnig hafa skrifað minnisblað, væntanlega til ráðuneytis, og bent á mikilvægi verðhækkunar­ skatts. 25 Þegar nýtt frumvarp til skipulagslaga var lagt fram 1958 var í síðasta sinn lagt til að verðhækkunarskatti yrði komið á í tengslum við skipulag. Mun það ákvæði frumvarpsins hafa orðið til þess að það náði ekki fram að ganga. 26

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==