Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

55 Guðmundur hafði augljóslega óbeit á gróðaverslun með lönd og lóðir. Hann gagnrýnir einkum tvennt í því sambandi, annars vegar spákaup­ mennsku með hús og lóðir og hins vegar leyfi „óforsjálla byggingar­ nefnda“ fyrir miklu byggingarmagni á litlum lóðum. Hann fullyrðir að lóðir séu keyptar dýru verði í þeirri trú að leyfi fáist fyrir miklu byggingarmagni og kallar slíkt svikamyllu. 28 Ólíklegt er að þeir sem skrifa bækur um skipu­ lagsmál nú hundrað árum síðar treysti sér til að staðhæfa slíkt, þó svo að í 21. aldar vefskrifum á samfélagsmiðlum megi ef til vill finna hliðstæðar fullyrðingar. Guðmundur taldi að hátt lóðaverð leiddi ekki einungis til mikils húsnæðis­ kostnaðar, heldur einnig til óheppilegrar þéttingar byggðar. Þannig væri hátt landverð hvati til þess að byggt væri hátt og þétt sem gæti beinlínis verið skaðlegt. 29 Þéttbýlið „illræmda“ sem Guðmundur fjallaði um voru háhýsi sem reist höfðu verið yfir vaxandi verkalýðsstétt stórborga erlendis í kjölfar iðnbyltingar. Aðbúnaði var þar víða ábótavant og þrengsli mikil, enda ýtti það ástand undir úrbótahugmyndir eins og garðborgastefnuna. Þó Guðmundur hefði áhyggjur af of mikilli þéttingu byggðar gerði hann sér ljóst að dreifð byggð gæti sömuleiðis verið óæskileg og að kostnaður af útþenslu byggðar myndi lenda á sameiginlegum sjóðum. 30 Á þeim hundrað árum sem síðan eru liðin, hefur útþensla byggðar orðið mikil á Vesturlöndum ekki síst með tilkomu einkabílsins. Þetta er umfangsmikið Bein og óbein áhrif skipulags á hagræna þróun svæða. 27 Guðmundur Hannesson gerði sér grein fyrir þessu samhengi en hann fjallar um alla þessa þætti í riti sínu. Hagsæld viðkomandi svæðis Fyrirkomulag byggðar Þjónusta og þægindi Hagkvæmni þéttbýlis Samgöngur Vinnumarkaður Land- og lóðaverð Íbúðarhúsnæðis- markaður Atvinnuhúsnæðis- markaður Skipulag: Lög, áætlanir og skilmálar

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==