Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

56 vandamál, hvað varðar útgjöld, yfirbragð byggðar og félagslegar að­ stæður. Þétting byggðar og betri nýting á landi og fjármunum er því eitt af því sem áhersla er lögð á í skipulagsfræðum okkar tíma, en gæta verður þess að hún sé á forsendum heildarhagsmuna en ekki einstakra lóðarhafa því enn er hætt við að þeir leitist „ætíð við að byggja svo mikið á lóðunum, sem lög og byggingarsamþykktir frekast leyfa, því hvert herbergi gefur arð“ 31 , rétt eins og Guðmundur benti á. Eins og fylgismenn garðborgahreyfingarinnar fjallaði Guðmundur um mikilvægi þess að fólk gæti eignast húsnæði á viðráðanlegu verði og að húsnæðiskostnaður væri ekki íþyngjandi, enda var honum umhugað um þáeignaminni.Í nokkuð ítarlegri umfjöllunumfyrirkomulaghúsnæðismála í Bretlandi og Þýskalandi í ritinu Um skipulag bæja fjallar hann um hvernig hið opinbera leitast við að aðstoða hina efnaminni en jafnframt tryggja hag almennings. Guðmundur taldi leiguhúsnæði óheppilegt, ekki síst af félagslegum og hagrænum ástæðum því leigjendur yrðu rótlausir af sífelldum flutningum og „enginn vill byggja leiguhús nema hann græði á því“ , bygging fjölbýlis­ húsa hækki landverð sem aftur leggist á húsaleiguna. 32 Það vekur athygli að Guðmundur tilgreinir að leigjendur megi alls ekki verja meiru en 20% af tekjum í húsaleigu, því annars hljóti þeir að lenda í því að eiga ekki fyrir lífsnauðsynjum. 33 Hann telur einnig augljóst að þeir tekjulægstu hafi ekki tök á að byggja vegleg hús en að sveitarfélögum sé ekki ofætlun að út­ vega tekjulágum ókeypis eða ódýrar lóðir fyrir hús og matjurtagarð. „Það er bæði siðferðisskylda og mikill hagur fyrir bæinn sjálfan, að gera húsaleigu sem ódýrasta fyrir fátæklinga.“ 34 Í ljósi þeirra viðmiða sem Guðmundur setti fram er athyglisvert að skoða húsnæðiskostnað hjá leigjendum á Íslandi 100 árum síðar. Í gögnum frá Hagstofu Íslands kemur fram að leigjandi á almennum markaði verji að meðaltali rúmlega 24% af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæði en jafnframt að fjórðungur þeirra sem tilheyrahópi þeirra tekjulægstugreiði 40%eðameira af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæði, óháð eignarhaldi. 35 Nú er húsnæðiskostnaður talinn íþyngjandi ef hann fer yfir 40% af ráðstöfunartekjum heimilis. 36 Vorið 2015 lýsti ríkisstjórn Íslands því yfir, að farið yrði í viðræður um aðgerðir sem ættu að leiða til þess að leiga einstaklings með lágar tekjur fari ekki yfir 20-25% af tekjum, 37 sem er nálægt því hámarki sem Guðmundur setti fram. Þessu var síðan fylgt eftir með samþykkt laga um almennar íbúðir í júní 2016. 38 Í upphafi þéttbýlismyndunar voru íbúðir og atvinnusvæði iðulega hvert innan um annað og fólk bjó gjarnan og starfaði í sama húsnæði. Þegar atvinnusvæði urðu umfangsmeiri í kjölfar iðnbyltingar og mengunar fór að gæta, var af heilbrigðisástæðum farið að greina landnotkun í flokka og

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==