Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

58 Eins og áður er nefnt snérust skipulagsmál í upphafi 20. aldar á Vestur­ löndum meðal annars um að bæta aðbúnað lágtekjuhópa en eftir því sem leið á öldina varð minni áhersla á hinn hagræna og félagslega þátt í skipulagi. Umfjöllun um húsnæði frá félagslegum og hagrænum sjónar­ hornum varð þannig bundin við öryrkja, atvinnulausa og einstaka minni­ hlutahópa. 46 Ummiðja 20. öld, fór skipulag að snúast einkum um tæknileg mál og áhersla var lögð á að skipulagsfræði snérist um tæknilegar, hlut­ lausar og ópólitískar lausnir. 47 Þetta hefur hugsanlega ýtt undir að hús­ næðisúrræði urðu félagslegt viðfangsefni sem sérstakar stofnanir samfé­ lagsins sinntu í stað þess að vera hluti af skipulagi eins og fylgismenn garðborgahreyfingarinnar og Guðmundur Hannesson höfðu talað fyrir. Síðan þá hafa skipulagsáætlanir einkum snúist um að ákveða fyrirkomulag byggðar þó það hafi síðan sannanlega áhrif á hagrænar og félagslegar aðstæður. Viðurkenning á hinum félagslegu og hagrænu þáttum skipu­ lags kemur þó víða fram og um það vitna dæmi um sérstakar aðgerðir til að efla framboð húsnæðis á viðráðanlegu verði í gegnum skipulag, 48 um blöndun tekjuhópa í hverfum 49 og sérstakar aðgerðir til að gera öllum aldurshópum jafnt undir höfði í skipulagi. 50 Hér á landi mætti ætla að hag­ rænir og félagslegir þættir væru sýnileg áhersla í skipulagi eftir að sjálfbær þróun varð eitt af markmiðum skipulagslaga árið 1997. Þess sjást þó ekki veruleg merki í skipulagsáætlunum. Þó virðist áhugi á því að samþætta skipulagsáætlanir og húsnæðisáætlanir vera að vakna og sem dæmi má nefna samþættingu húsnæðisstefnu og aðalskipulags í Reykjavík. 51 Hispurslaus framsetning Guðmundar Hannessonar á þörf fyrir að skipu­ leggja sérstök hverfi fyrir lágtekjuhópa annars vegar og hina efnameiri hins vegar, þætti ekki góð latína í skipulagsfræðum nú snemma á 21. öld þegar áhersla er lögð á blöndun byggðar, bæði hvað varðar landnotkun og þjóðfélagshópa. Hins vegar hefur raunin oftar en ekki orðið sú sem Guðmundur lýsir og langt frameftir 20. öldinni þótti sjálfsagt að byggja sérstök hverfi eða hverfishluta fyrir verkafólk. Verkamannabústaðirnir við Hringbraut, eða Alþýðuhverfi Vesturbæjar, sem byggt var upp á 4. áratug síðustu aldar er dæmi um slíkt, en þar eru 44 hús með alls 176 íbúðum. 52 Þá gerði húsameistari Reykjavíkur sérstakan skipulagsuppdrátt af hverfi verkamannabústaða á Rauðarárholti árið 1939 og voru reist þar alls 60 hús með 244 íbúðum á árunum 1939 til 1954. 53 Stærstu samfelldu húsa­ þyrpingar fyrir lágtekjufólk á Íslandi voru reistar í Breiðholti í Reykjavík en framkvæmdir þar hófust árið 1967 í kjölfar samkomulags ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins. Í samkomulaginu sagði að íbúðir skyldu reistar í hverfi, þar sem slíkt væri hagkvæmara. Framkvæmdum lauk að mestu árið 1975 en endanlega 1980 og höfðu þá verið reistar samtals 1.003 íbúðir fyrir efnaminna fólk í Neðra- og Efra-Breiðholti. 54

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==