Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

59 Sjaldgæfara er að sjá opinberlega að sérstök hverfi séu skipulögð fyrir hina efnameiri en augljóslega hafa stærðir lóða, hlutfall sérbýlis og heim­ ildir fyrir stærð húsa áhrif á hvaða tekjuhópar veljast til búsetu í viðkomandi hverfi. Þekkt er að í sumum sveitarfélögum og hverfum á höfuðborgar­ svæðinu er hlutfall sérbýlis hátt. Dæmi eru um heil hverfi á höfuðborgar­ svæðinu þar sem nær eingöngu eru stór einbýlishús 55 og nefna má skóla­ hverfi í Reykjavík þar sem ekki er að finna íbúðir undir 70 m 2 og hlutfall sérbýlis er meira en 50%. 56 Fleira en stærð fasteignar hefur áhrif á verð og skiptir staðsetning þar mestu. Fasteignaverð er misjafnt eftir hverfum sem gerir að verkum að tekjuhópar verða oft aðskildir. 57 Samþjöppun einstakra félagshópa, getur ýtt undir fordóma og verið óheppileg fyrir þróun og farsæld samfélags­ ins. 58 Hugtakið félagsauður er oft notað í þessu sambandi og rætt um tvenns konar félagsauð, annars vegar þann sem tengir líka einstaklinga og getur leitt til einangrunar hópa, og hins vegar þann sem brúar bil milli ólíkra einstaklinga. 59 Báðar gerðir félagsauðs geta verið mikilvægar í lífi fólks og haft jákvæð áhrif á uppbyggingu samfélagsins. Þeir kraftar sem tengja ólíka einstaklinga eru þó líklegri til að stuðla að fjölbreytni og umburðarlyndi og leiða til farsæls samfélags. 60 Af þessum ástæðum reyna yfirvöld oftar en ekki að stuðla að blöndun félagshópa og eru skipulagsáætlanir gjarnan nýttar til þess. Þannig má í skipulagi bjóða upp á fjölbreytt húsnæði innan sama hverfis og sömuleiðis sameiginleg almenningsrými og útivistarsvæði sem ýta undir samskipti granna. Ýmsir skipulagsfrömuðir 19. aldar, svo sem Frederik Law Olmsted, annar höfunda Central Park í New York, lögðu áherslu á samfélagslegt hlutverk almenningsgarða og útivistarsvæða þar sem fólk kæmi saman og kynntist samborgurum sínum. 61 Guðmundur Hannesson ræðir einnig mikilvægi grænna svæða, „lystigarða eða skrautgarða fyrir almenning“ og mælir með sameiginlegum leiksvæðum barna, 62 en gera verður ráð fyrir að sameiginleg útivistarsvæði leiði til aukinna samskipta íbúa. Hér á landi er tiltölulega nýlega farið að setja skýra stefnu um félagslega blöndun hópa í skipulagsáætlunum. Þannig er í landsskipulagsstefnu 2015-2026, í grein um sjálfbært skipulag þéttbýlis og hagkvæma upp­ byggingu, sagt að stuðla skuli að fjölbreyttum húsnæðiskostum sem leiði til félagslegrar fjölbreytni og huga sérstaklega að framboði á húsnæði fyrir alla tekjuhópa. 63 Þá hafa um árabil verið markmið í aðalskipulagi Reykjavíkur um að leitast verði við að tryggja fjölbreytt framboð húsnæðis fyrir alla félagshópa innan hvers hverfis og boðið verði upp á minni og stærri íbúðir í fjölbýli og sérbýli til að tryggja félagslega fjölbreytni. 64 Togstreita milli dreifbýlis og þéttbýlis hefur lengi verið viðloðandi hér á landi sem annars staðar og var hún ekki síst áberandi í upphafi 20. aldar

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==