Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

60 þegar miklir fólksflutningar voru úr sveit í bæ. 65 Eitt af hlutverkum nútíma skipulagsfræði er málamiðlun, að sætta ólíkar fylkingar eftir því sem kostur er. Strax í upphafi rits síns Um skipulag bæja sýnir Guðmundur að hann áttar sig á mikilvægi þess að ekki ríki átök milli þéttbýlis og dreifbýlis. Hann var úr sveit eins og flestir íbúar þéttbýlisins á þessum tíma og þekkti kosti og galla hvors tveggja. Hann dregur þó einkum fram kosti þéttbýlisins enda hefur það trúlega átt undir högg að sækja. Guðmundur nefnir sem kosti þéttbýlisins að það dragi úr Ameríkuferðum og að það skapi markað fyrir innlendar afurðir sem sé til hagsbóta fyrir sveitir landsins. Einnig séu þurfamenn færri í kauptúnum. Þá snýr hann máli sínu að þeim sem óttast um íslenska menningu með aukinni þétt­ býlismyndun. Hann gerði sér ljóst að erlendir menningarstraumar myndu ná til landsins en þéttbýlisstaðirnir væru útverðirnir og þess vegna þyrfti að tryggja að þar þrifist auðugt menningarlíf. 66 Á 21. öld má fremur greina togstreitu milli höfuðborgarsvæðis og lands­ byggðar en milli dreifbýlis og þéttbýlis, meðal annars þegar kemur að umræðu um skipulagsmál höfuðborgarinnar í Vatnsmýri. Raddir sem útskýra ólíka hagsmuni og tala fyrir sáttum og sameiginlegum ávinningi halda því mikilvægi sínu. Skipulagslögin Í upphafi 20. aldar var farið að setja skipulagslög á Vesturlöndum sem telja má grunn að núverandi skipulagslöggjöf. Árið 1907 voru fyrstu skipulagslög sett í Svíþjóð, 67 árið 1909 í Bretlandi og á Íslandi árið 1921, en ekki fyrr en 1925 í Danmörku 68 sem gjarnan var þó fyrirmynd Íslands varðandi þróun löggjafar á fyrrihluta 20. aldar. Guðmundur taldi reyndar að sum ákvæðin í frumvarpi að dönsku skipulagslögunum væru svo áþekk þeim íslensku að ætla mætti að þau væru tekin þaðan. 69 Guðmundur sat á Alþingi 1914-1915 en náði ekki kjöri í kosningunum 1916 og kannski hefur honum verið vel um vart, ef marka má þessi um­ mæli: „Alþingi var honum ekki að skapi eftir það en hann taldi sig vita flestum betur hvernig stjórnkerfi ætti best við ...“ 70 Guðmundur vann áfram að samfélagslegum framförum þó svo að hann hætti formlegum afskiptum af stjórnmálum og er ritið Um skipulag bæja gott dæmi um

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==