Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

61 það. Þar setur hann fram rökstuðning fyrir setningu skipulagslaga en hann var einnig höfundur fyrsta frumvarps til skipulagslaga sem mælt var fyrir á þingi 1917. Kollegi hans Magnús Pétursson mælti fyrir því og lét þess getið að Guðmundur væri höfundur bæði frumvarpsins og skýringa við það. Í umræðum um frumvarpið lét Magnús nægja að benda á að skipulag væri mikilvægt bæði hvað varðaði fjárhagslega og heilsufarslega afkomu samfélagsins en að hann vænti þess að þingnefnd sú sem fengi málið til meðferðar kynnti sér Um skipulag bæja og leitaði auk þess upplýsinga hjá Guðmundi því þar væri mikinn fróðleik að finna. 71 Frum­ varpið náði ekki fram að ganga á þinginu og í nefndaráliti frá allsherjar­ nefnd var þess vænst að landstjórnin, í samráði við Guðmund, undirbyggi málið áfram. 72 Landstjórnin fékk síðan þá Guðjón Samúelsson, arkitekt og síðar húsameistara ríkisins, og Geir Zoëga, verkfræðing og síðar vega­ málastjóra, til að endurskoða frumvarpið í samráði við Guðmund. Í endurskoðuninni var bætt við mikilvægum kafla um eignarnám og skaðabætur sem varð hluti af fyrstu skipulagslögunum. Þar segir meðal annars: „Hús og lóðir, sem að meira eða minna leyti ónýtast við skipu­ lagsgerð, skal meta þannig, að jafnt tillit sje tekið til þess hagnaðar og óhagnaðar, sem stafa kann af skipulaginu, og koma þá skaðabætur því að eins til greina, að eign hafi í heild sinni rýrnað í verðmæti.“ 73 Í skýringum með frumvarpinu kemur fram að höfundum er ljóst hvaða áhrif skipulag hefur á útdeilingu gæða, en þar segir: Við skipulagsgerð verður sjaldnast hjá því komist, að sumar lóðir vaxi stórum í verðmæti og aðrar rýrni, þó yfirleitt megi búast við því, að bæjarlóðin í heild sinni verði verðmætari, er betur er á henni haldið. Slíkar verðmætisbreytingar er oftast afar erfitt að meta, nálega ókleift að fá endurgjald hjá þeim, sem fyrir hagnaði verða, og án þess er tæpast að tala um að endurgjalda þeim, sem kynnu að verða fyrir halla. 74 Í lögunum var þó ekki ákvæði um að verðhækkanir lands renni til sam­ eiginlegra sjóða eins Guðmundur hafði talið réttmætt í riti sínu. Skoðanir Guðmundar hafa efalítið þótt of róttækar til að útfæra þær í lögum, en í fyrrnefndum skýringum er alltént bent á að óhjákvæmilega hafi skipulag áhrif á verðgildi lands, bæði til hækkunar og lækkunar. Skipulagslögin fyrstu skiptust í fjóra kafla; ummælingar bæja, gerð skipu­ lagsuppdrátta, breytingar á skipulagi og ofangreindan kafla um eignar­ nám og bætur, sem vísar til hagrænna áhrifa skipulags. Kaflinn um gerð skipulags er fyrst og fremst tæknilegur svo sem um skiptingu byggðar eftir landnotkun en einnig er þar vikið að fagurfræði og lýðheilsu. Þá segir einnig að taka skuli tillit til atvinnu bæjarbúa, en annars er ekki vikið að félagslegum eða hagrænum þáttum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==