Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

62 Af opinberri umræðu að dæma hefur skipulagsumræðan á Íslandi, eftir að bók Guðmundar kom út, fljótlega farið að snúast fyrst og fremst um tæknileg og verkfræðileg atriði annars vegar og fagurfræði hins vegar. 75 Guðmundur var hins vegar iðinn við að minna á mikilvægi hagrænna og félagslegra hliða skipulags. 76 Ef til vill var ekki fjallað um hagræna og félagslega þætti nánar í lögunum vegna þess að það hafi þótt of litað af jafnaðarmennsku og skipulagsmál fyrst og fremst álitin tæknilegt úr­ vinnsluefni. Haustið 1923, þegar skipulagslög höfðu verið í gildi í tvö ár, sendi skipu­ lagsnefnd ríkisins 20 sveitarstjórnum bréf, en nefndina skipuðu Geir Zoëga, Guðjón Samúelsson og Guðmundur Hannesson. 77 Bréf þetta var birt í heild í vikublaðinu Skutli sem kom út á Ísafirði. Þar kemur fram að bréfinu hafi fylgt eintak af skipulagslögunum og sömuleiðis rit Guð­ mundar Um skipulag bæja . Þá vekur nefndin athygli á þeim níu atriðum sem henni þykja miklu varða. Sjö þeirra fjalla um fyrirkomulag bæja og bygginga en tvö umhagræna þætti. Hið fyrra hljóðar svo: „Tvömeginatriði í skipulagi og stjórn bæja er að greiða á allan hátt fyrir atvinnuvegum og vexti þeirra og að gjöra bæjarbúum svo ódýrt að lifa í bænum sem auðið er.“ Mælt er með að sveitarstjórnir taki frá nægilegt land fyrir atvinnuvegi, einkum útgerð, en hvað varðar íbúðarhúsnæði er ráðamönnum bent á að hafa gott aðgengi að byggingarefni og sjá til þess að lóðaverð sé lágt. Annað áhersluatriði nefndarinnar er tilvitnun í rit Guðmundar varðandi mikilvægi þess að bæir eignist bæjarstæðið og aðliggjandi land og leigi það síðan en selji ekki. 78 Þessi atriði sýna þá áherslu sem skipulagsnefndin, lagði á hagræna þætti jafnvel þó að skipulagslögin bæru þess ekki merki. Eitt af baráttumálum Guðmundar var sómasamlegt húsnæði fyrir alla. Hann hafði til dæmis óbeit á íbúðarhúsnæði í kjöllurum. Árið 1929 flutti Ingibjörg H. Bjarnason frumvarp til laga á Alþingi um að banna íbúðir í kjöllurum. Kom fram í máli hennar að frumvarpið væri að mestu leyti samið af Guðmundi og var það samþykkt sem lög sama ár. 79 Líklegt er þó að þeim hafi ekki verið fylgt fast eftir á kreppuárunum sem í hönd fóru. Nokkrar breytingar voru gerðar á skipulagslögum fyrstu árin, en athyglis­ verðar umræður urðu um skaðabóta- og eignarnámsákvæði laganna á þingi á árunum 1930-1932. Skipulagsuppdráttur hafði verið lagður fram af Reykjavík 1928 og í kjölfar þess, árið 1930, fluttu tveir þingmenn frumvarp um breytingu á lögunum sem fólst meðal annars í því að úr skaðabótaákvæði laganna yrði fellt niður skilyrðið um að ekki væri hægt að krefjast skaðabóta fyrr en viðkomandi skipulag væri komið til fram­ kvæmda. Sú tillaga hlaut ekki hljómgrunn þá og var endurflutt á næstu tveimur árum og var ákvæðið að lokum fellt út. 80 Umræður urðu allnokkrar á þinginu 1932 og er athyglisvert að lesa ummæli Héðins Valdimarssonar

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==