Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

63 sem bendir á hvaða áhrif slíkt myndi hafa: „Með henni [lagabreytingunni] stendur það opið öllum spekúlöntum að kaupa lóðir og heimta svo skaðabætur, ef þessar lóðir á einhvern hátt geta orðið til öðruvísi nota en skv. skipulagsuppdrættinum á að verða.“ 81 Þá tók Jónas Jónsson ráðherra til máls og sagði að allir meðlimir skipulagsnefndarinnar hefðu lýst því að yrði breytingartillagan varðandi skaðabótaákvæðið samþykkt „muni ekki verða neitt gagn af því að hafa nokkur lög um þetta efni.“ 82 Þetta eru áhugaverðar umræður, ekki síst með tilliti þess að lengi var deilt og rætt um hvort bótaskylda skapist vegna breytinga á skipulagi sem ekki hefur komið til framkvæmda, og í raun varð það ekki skýrt fyrr en með breytingu á skipulagslögum sem samþykkt var árið 2014. 83 Nokkrar tilraunir voru gerðar eftir að skipulagslög voru samþykkt, til að lögbinda forkaupsrétt sveitarfélaga að nærliggjandi jörðum í anda þess sem Guðmundur boðaði í riti sínu Um skipulag bæja . Það varð þó ekki gert fyrr en árið 1932 þegar Alþingi samþykkti lög um heimild kauptúna og kaupstaða til að gera samþykkt um forkaupsrétt þeirra að mikilvægum fasteignum. 84 Eru þessi lög enn í gildi lítið breytt. Ný skipulagslög voru ekki samþykkt fyrr en árið 1964, þegar 43 ár voru liðin frá setningu fyrstu laganna, en þeim hafði þó verið breytt lítillega nokkrum sinnum. 85 Skipulagslögin frá 1964 voru mun ítarlegri en lögin frá 1921, en hvað varðar gerð skipulags fjölluðu þau fyrst og fremst um tæknileg atriði svo sem landnotkunarflokka. Árið 1978 var bætt inn í þann kafla laganna grein um gott aðgengi aldraðra og fatlaðra 86 sem ber vott um félagslegar áherslur. Í lögunum var eins og áður sérstakur kafli um eignarnám og skaðabætur sem felur í sér viðurkenningu á hagrænum áhrifum skipulags þó ekki sé fjallað um þann þátt að öðru leyti. Þá var sett inn í lögin ákvæði um forkaupsrétt sveitarfélaga að fasteignum sem hún telur nauðsynlegt að eignast af skipulagsástæðum og vísað til fyrrnefndra laga frá 1932. Þegar skipulagslög voru næst endurnýjuð, í lok 20. aldar, þótti orðið viðeigandi að hafa sérstaka grein um markmið laganna. Þar sagði meðal annars að skipulagsáætlanir ættu að hafa efnahagslegar, félagslegar og menningarlegar þarfir landsmanna, heilbrigði og öryggi að leiðarljósi og sömuleiðis sjálfbæra þróun. 87 Þá segir einnig í greininni, að tryggja beri réttaröryggi einstaklinga og lögaðila, þó svo að hagsmunir heildarinnar séu hafðir að leiðarljósi. Það má því segja að í lögunum frá 1997 hafi mátt finna allnokkurn samhljóm með skrifum Guðmundar frá árinu 1916, en þá var í fyrsta sinn í skipulagslögum, vísað beint til bæði hagrænna og félagslega þátta auk hagsmuna heildarinnar. Núverandi skipulagslög voru samþykkt árið

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==