Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

64 2010. Markmið þeirra eru hliðstæð markmiðum laganna frá 1997 um að meðal annars skuli taka tillit til efnahagslegra og félagslegra þarfa lands­ manna og hafa hagsmuni heildarinnar og sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Skipulag hefur trúlega lengur en flestir aðrir opinberir málaflokkar gert ráð fyrir aðkomu almennings að ákvarðanatökuferli, þó kannski ekki endilega sem„virkri“ þátttöku. Þannig var strax í skipulagslagafrumvarpinu árið 1917 grein sem segir: „Þegar skipulagsuppdrætti er lokið, skal það opinberlega auglýst, og uppdrátturinn, ásamt lýsingu, hafður almenningi í bænum til sýnis, eigi skemur en 4 vikur . “ 88 Beinum hagsmunaaðilum skyldi einnig send skrifleg tilkynning um skipulagið. Athugasemdir eða mótmæli skyldi senda bæjarstjórn sem síðan afgreiddi málið með tillögum og athugasemdum til stjórnarráðsins. Samhljóða grein var í lög­ unum sem samþykkt voru 1921. Í lögunum frá 1964 var kynningartíminn lengdur en ekki fjallað um þátttöku almennings að öðru leyti. Í skipulags­ reglugerð frá árinu 1985 segir hins vegar að halda skuli borgarafundi og kynna skipulagsvinnu eftir því sem henni miðar áfram. 89 Í skipulags- og byggingarlögum frá 1997 og í núgildandi skipulagslögum frá 2010 og tilheyrandi reglugerðum hefur aðkoma almennings að skipulagsferlinu verið aukin í samræmi við tíðaranda um aukið lýðræði þó að ákvörðun­ arvaldið sé sem fyrr í höndum hins opinbera. Skipulag og sjálfbær þróun á 21. öld Bent hefur verið á að skipulagsfræði sé ein af fáum fræðigreinum sem beinlínis hafi sjálfbæra þróun að viðfangsefni. 90 Fræðin snúast um lang­ tímahugsun, náttúrulegt og manngert umhverfi, samþættingu hagrænna, umhverfislegra og félagslegra sjónarmiða og samræmingu flókinna fyrir­ bæra sem krefst þverfaglegrar samvinnu og málamiðlunar. Það þarf því ekki að undra að jafn framsýnn maður og Guðmundur Hannesson hafi fjallað um allar stoðir sjálfbærrar þróunar í fyrsta íslenska fagritinu um skipulag. Sjálfbær þróun hefur nú verið viðurkennt markmið í umhverfismálum á alþjóðavettvangi í áratugi. Skilgreiningar á hugtakinu eru á þann veg, að það felist í þróun þar sem þörfum nútímans er fullnægt, án þess að mögu­ leikar komandi kynslóða séu skertir. Þetta hljómar vel og fáir ættu að vera því andsnúnir. En til þess að slíkri sjálfbærni sé náð þarf jafnvægi að ríkja milli hagrænna, félagslegra ogumhverfislegra áherslna í þróun samfélaga. Í skipulagsfræðum er almennt stuðst við skilgreiningu hugtaksins í sam­ ræmi við skilgreiningu sem Sameinuðu þjóðirnar nota, sem hljómar eitt­ hvað á þessa leið: Sjálfbær þróun samfélaga er sú þróun sem verður,

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==