Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

67 tugnum snérust meðal annars gegn tæknihyggjunni og sem dæmi um áhrif þess á skipulag borga var aukin áhersla á verndun eldri byggðar og umhverfisgæða sem ekki er auðvelt að slá hagrænni mælistiku á. 104 Þessu tengjast einnig hugtök eins og staðarandi og jafnframt áhersla á staðar­ þekkingu sem helst í hendur við aukna þátttöku íbúa í skipulagsvinnu. Í framhaldi af þessari þróun hafa skipulagsfræðin tekið lífsgæði upp sem sérstakt viðfangsefni og sífellt er verið að þróa vísitölur lífsgæða og vellíðunar. 105 Þetta helst í hendur við aukna áherslu á hina félagslegu stoð sjálfbærrar þróunar og jöfnuð, eða það sem kallað hefur verið „réttlát“ sjálfbærni. 106 Að mörgu leyti minnir lífsgæðaumræða 21. aldarinnar á lífskjaraumræðu 20. aldarinnar, þó áherslurnar séu aðrar. Hvorar tveggja beinast að því að nýta skipulag sem verkfæri til að bæta umhverfi og aðstæður almennings í síbreytilegum heimi. Að lokum Um skipulag bæja er ekki stórt rit að vöxtum, en áhrif þess eru engu að síður töluverð. Ritið varð meðal annars til þess að lög voru sett um skipulag. Hins vegar vekur furðu að áhrifin skuli ekki hafa verið enn meiri hvað varðar þá þætti sem ekki rötuðu inn í skipulagslög. En þegar boðskapur Guðmundar er skoðaður með tilliti til tíðaranda og almennrar þekkingar er ljóst að hann var langt á undan sinni samtíð og þess varla að vænta að tillit væri tekið til alls þess sem hann hafði fram að færa. Lengi fram eftir 20. öld, var áhersla í skipulagi á tæknilegar hliðar þess, en fé­ lagslegar umbætur og hagrænt skipulag eru ekki hluti af því. Guðmundur skrifaði tæpitungulaust þegar hann þurfti að koma boðskap sínum og skoðunum á framfæri. Hann var talsmaður jöfnuðar og vildi augljóslega gæta hagsmuna heildarinnar. Um skipulag bæja fjallar um skipulagsmál í anda þeirrar skilgreiningar á sjálfbærri þróun sem leggur áherslu á jöfnuð og félagslega þætti samhliða hagrænum og umhverfis­ legum þáttum. Það er sú nálgun sem er líklegri til að færa okkur nær sjálf­ bærni en þær aðferðir sem hingað til hafa verið notaðar í því augnamiði, ef marka má niðurstöður og samþykktir Sameinuðu þjóðanna. Engum dettur í hug að það sé einfalt viðfangsefni að ná því jafnvægi sem sjálfbær þróun gerir ráð fyrir. Engu að síður hafa þjóðir heims ekki fundið aðra betri leiðsögn um hið ókomna. Sveitarfélög undir yfirstjórn og eftirliti ríkisins fara með skipulagsvald og lög mæla svo fyrir að hafa beri sjálfbæra þróun að leiðarljósi við skipulags­ gerð. Því þurfa þeir sem sinna skipulagsmálum að vera ófeimnir við að takast á við að samþætta hagrænar, félagslegar og umhverfislegar um­ bætur líkt og Guðmundur Hannesson gerði fyrir eitt hundrað árum síðan.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==