Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

66 hendur við vernd umhverfisins og grunngæða jarðar.“ 94 Hér er ekki minnst á jöfnuð 95 eða hinn félagslega þátt eins og var gert í skipulagsreglugerð 1998. Þessi nálgun er ekki einsdæmi, enda einfaldara að setja fram viðmið ogmæla árangur hvað varðar viðhald náttúrulegs umhverfis og efnahags­ legar framfarir, en félagslegan jöfnuð. Mörg ríki og stofnanir hafa einnig tekið þá stefnu að leggja áherslu á umhverfislega þáttinn í áætlunum sínum. Það hefur hins vegar ekki orðið til þess að draga úr heildarrýrnun umhverfisins. Rannsóknir benda til þess að þau ríki sem leggja áherslu á jöfnuð og lífsgæði íbúa, séu líklegri en önnur til að ná árangri í umhverfis­ málum. 96 Í ritum Sameinuðu þjóðanna hefur því verið mælt með því að hinum stoðunum tveimur, þeim félagslegu og hagrænu, verði gert jafn hátt undir höfði og þeirri umhverfislegu, og við áætlanagerð séu þær allar samþættar. 97 Þessum hugmyndum er fylgt eftir í samþykkt og mark­ miðum um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru á þingi Sameinuðu þjóð­ anna í september 2015 þar sem áhersla er á félagslegar umbætur og jöfnuð. 98 Eins og áður er komið fram hefur skipulag áhrif á hagræna og félagslega þætti, sem geta verið bæði jákvæð og neikvæð fyrir einstaka þegna. Í markmiðum skipulagslaga kemur hins vegar fram að hagur heildarinnar skuli hafður að leiðarljósi við gerð skipulags. Hliðstæðu þess er að finna í siðareglum skipulagsfræðinga 99 og þar með að áhersla skuli lögð á jöfnuð. Hins vegar er ljóst að bæði pólitískan vilja og völd þarf til að samþykkja og framfylgja áætlunum sem að því lúta, enda er skipulag verkfæri ríkjandi valdhafa hverju sinni, hvort sem áherslur þeirra eru að verja hagsmuni heildarinnar eða einstakra hópa. 100 Lífskjör og lífsgæði á 21. öld Í upphafi 20. aldar var þörf á að bæta lífskjör lágtekjufólks í þéttbýli. Til þess að nýjar starfsgreinar gætu þrifist var nauðsynlegt að verkafólk byggi við heilnæmar aðstæður. Garðborgirnar, skipulagslöggjöf og bar­ átta fyrir samfélagsumbótum í upphafi 20. aldar snérust meðal annars um að bæta lífskjör almennings. 101 Eitt hundrað árum síðar er hins vegar mun algengara að rætt sé um að gott skipulag auki lífsgæði. 102 Þær miklu breytingar sem hafa orðið á vestrænum samfélögum skýra þetta. Hag­ vöxtur og aukin framleiðni á 20. öld bættu kjör þorra fólks og um leið batnaði húsakostur. Samhliða fór allur almenningur að láta sig gæði byggðar varða, en svipuðum viðhorfum lýsti Guðmundur sem áhugamáli efnamanna. 103 Annað sem ýtt hefur undir áhuga á gæðum byggða og borga á seinni árum var tæknihyggja 20. aldar sem birtist hvað skýrast í skipulagi bílaborga, eins og Aðalskipulag Reykjavíkur 1962-1983 frá árinu 1966 er gott dæmi um. Andóf og umrót á Vesturlöndum á 7. ára

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==