Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

69 um börnin, skýrði frá kvillum þeirra og gerði tillögur að úrbótum. Þetta var í upphafi 20. aldar en það var ekki fyrr en árið 1920 sem sérstakur skólalæknir var ráðinn í grunnskóla borgarinnar. 3 Sem dæmi um þá breiðu samfélagslegu nálgun sem Guðmundur hafði, beitti hann sér eindregið fyrir raflýsingu á götum bæjarins, 4 og þekkt var barátta hans fyrir notkun einangrunar í hús og steypu sem byggingarefni, en Guðmundur reisti sjálfur eitt fyrsta steinsteypta húsið í bæn­ um, við Hverfisgötu þar sem nú er nafnlaus pizzastaður. Hjarta Guðmundar sló í takt við verka­ lýðshreyfinguna í baráttu hennar fyrir úrbótum í húsnæðismálum verkafólks. Hann hélt fyrirlestur um húsbyggingar fyrir alþýðufólk á fundi hjá Dagsbrún, 5 en allt eru þetta dæmi sem nánast eru valin af handahófi og endurspegla framsækni læknisins Guðmundar sem vildi bæta samfélagið sitt. Guðmundur var einnig sískrifandi. Hann gaf út greinina „Hlý og rakalaus steinhús. Tillögur og leiðbeiningar“ þar sem hann hvatti húsbyggjendur til að skipta út timbri fyrir steypu og taldi það réttilega framtíðarbygg­ ingarefni landsmanna. 6 Hann ritaði greinar um læknisfræði, skipulagsmál, stjórnmál og landbúnað. Guðmundi var annt um heilbrigði íbúanna, hann vildi bæta heilbrigðiskerfið en um leið bæta heilsu íbúa og tryggja heilbrigði þeirra – í gegnum skipulagsmálin. Guðmundur tók við héraðslæknisembættinu í Reykjavík af Guðmundi Björnssyni semþá hafði verið skipaður landlæknir. Guðmundur Björnsson hafði setið í bæjarstjórn frá aldamótum og barist manna harðast fyrir vatnsveitu og lokun gamalla vatnsbóla og brunna sem hann taldi víst að dreifðu sjúkdómum i bænum. Guðmundur hefur verið kallaður faðir Vatnsveitu Reykjavíkur. 7 „Guðmundarnir“ sneru báðir heim úr námi frá Kaupmannahöfn á áratugunum fyrir aldamótin 1900. Þeir voru menntaðir samfélagsbótamenn. Smitsjúkdómafræðin höfðu fengið að þróast, sýkla­ heimurinn hafði uppgötvast og tækni og vísindi áttu að leggja grunn að nýrri öld framfara. Áherslan var á hreinlæti, hreint vatn, öflugt skólpkerfi, rúmbetri ogbjartari íbúðir og ferskt loft. Þetta var áherslan semGuðmudur Hannesson kallaði einfaldlega Loft og ljós . Í hans huga voru skipulagsmálin öðrum þræði, og kannski fyrst og síðast, heilbrigðismál. 8

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==