Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

70 Skipulagsmálin á oddinn Ísland í upphafi 20. aldar var harðbýlt og það sem einkenndi íslenska byggð öðru fremur, allt þar til undir lok 19. aldar, var hversu dreifð hún var. Fólkið var dreift, beitarlönd rýr, túnin lítil og dreifð engi sem í mörgum tilfellum gáfu ekki mikið af sér. 9 Skipulag þorpa og bæja var handahófs­ kennt og var Reykjavík þar engin undantekning. Byggingarnefnd sem þá starfaði í bænum ákvarðaði bil milli húsa, legu nýrra gatna en göngustígar lágu til dæmis bara þar sem þeir höfðu mótast af stystu leið milli húsa. Þótt Reykjavík sem byggð eigi sér meira en þúsund ára sögu verður ekki annað sagt en að vöxtur staðarins og þéttbýlismyndun hafi verið hæg. Á 19. öldinni leituðu mörg þúsund manns eftir betra lífi og fluttu til Vesturheims fremur en að flytja til Reykjavíkur eða annarra staða innanlands. Þótt Reykjavík hafi verið höfuðstaður ogmiðstöð samfélagsins á flestum sviðum voru Reykvíkingar aðeins 11.600 árið 1910 fyrir rétt rúmum 100 árum. 10 Siðspilling borga og hreinleiki sveitanna Andstæður sveitar og þéttbýlis hafa alltaf verið til umræðu. Fyrsta heim­ ildin um andúð á borgum á rætur að rekja til steintöflu sem fannst í rústum Babýlóníu: Borgarbúinn, jafnvel þótt hann sé prins, fær aldrei nóg. Um hann er illa talað og hann hataður. Hvernig á hann að standast þeim sem á akrinum vinnur snúning? 11 Þarna er slegið kunnuglegt stef sem hefur í raun endurómað alla tíð síðan. Siðleysi borganna, dugnaður sveitanna. Hvar sem maður drepur niður fæti í mannkyns- eða bókmenntasögunni, er að finna þessa fjandvini. Flórens var fyrirmyndin að Víti Dantes, Rousseau sagði borgir ekki staði frelsisins, heldur djúpan forarpytt þar sem íbúarnir tapa mannasiðum, lögum og reglu, hugrekki sínu og frelsi. Henry Ford vildi leysa vanda borganna með því að yfirgefa þær. Og svo mætti lengi telja. 12 Orðræðan hefur verið með sama sniði á Íslandi. Á 19. og 20. öld var heilbrigði sveitanna kunnuglegt stef í orðræðu hreyf­ inga sem vildu afturhvarf til náttúrunnar – til hins fábrotna og einfalda lífs í sveitinni. Burt úr skarkala borgarinnar, burt úr siðspillingunni, óhrein­ indunum og óreiðunni. Börn voru send í sveit til þess að upplifa hina sönnu íslensku náttúru og hið raunverulega sveitalíf. Læknar töldu sig m.a.s. geta sýnt fram á það að börnin í sveitinni væru heilbrigðari en borgarbörnin. 13

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==