Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

71 Hér heima var gripið til varna fyrir sveitina í réttu hlutfalli við fólksflutninga úr dreifbýli í þéttbýli. Borgirnar væru „svo óhollur samastaður íbúum sínum, að þegar þar fara að dvelja kynslóðir fram af kynslóðum, þá smá­ hnignar öllum þeirra frjóustu kröftum bæði andlegum og líkamlegum.“ 14 Jónas frá Hriflu lét einnig til sín taka í orrustunni um hina íslensku menn­ ingu og yfirburði hennar: „Þessir yfirburðir eiga rót sína að rekja til fjöl­ breytni sveitalífsins, en hverfa eða réna, þar sem þéttbýli og einhæfir lifnaðarhættir taka við eins og verða vill í sjóþorpunum. En okkur er lífs­ nauðsyn að hátta svo þjóðlífinu framvegis, að fremur verði framför en hnignun á þessu sviði.” 15 Guðmundur sjálfur var ekki ókunnugur hugmyndum um andstæður sveita og borga. Hann vildi sameina kosti beggja undir áhrifum hug­ myndafræði sem lagði áherslu á að reisa nýtt þéttbýli, til sveita – utan hinna mengandi iðnaðarborga, helst með aðgengi hvers íbúa að eigin garði, auk almenningsgarða, þéttbýli sem var síðan umvafið umfangs­ miklum grænum beltum. Slíkar borgir voru ýmist nefndar garðborgir eða sveitaborgir á þessum tíma. Helsti hugmyndafræðingur þessara stefnu var Ebenezer Howard sem gaf út bókina To-Morrow: A Peaceful Path to Real Reform árið 1898 en fjórum árum síðar var hún endurútgefin undir nafninu Garden Cities of To-Morrow. Garðborgin var hugsuð bæði til að létta á þrengslum stórborganna og til að sameina kosti borga og sveita. Í garðborginni var gert ráð fyrir að byggju um 30.000 manns og að borgin væri umlukin víðfeðmu landbúnaðarsvæði. Þegar borgin væri orðin sjálfbær væri svo hægt að hefjast handa við að reisa nýja borg í hæfilegri fjarlægð frá hinni gömlu. 16 Gnægð grænna svæða, rými undir landbúnað og viðráðanleg stærð garðborgarinnar hvatti íbúana til hreyfingar og að því leyti hefur Guðmundur líklega heillast af henni. Heilbrigði slíkra borga átti að vera ótvírætt þar sem bókstaflega allt kallaði á útiveru og hreyfingu. Borgir í Englandi, Bandaríkjunum og Hollandi voru reistar í anda Garden City hugmyndafræðinnar, sumar tókust vel, aðrar verr. Stundum er því haldið fram að garðborgarhreyfingin hafi ýtt enn frekar undir uppbygg­ ingu úthverfa þótt bent hafi verið á að orsakasambandið þar á milli sé alls ekki einfalt. Jafnvel má leiða að því líkur að sjálfbæru hverfin sem um er rætt í núverandi aðalskipulagi Reykjavíkur og 20 mínútna hverfið sem um getur í nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins kallist á við hug­ myndafræði garðborgarhreyfingarinnar – þótt stærðir, skipulag og sumar áherslur séu öðruvísi en upphaflegar hugmyndir hreyfingarinnar. Það má segja að sjálfbæra hverfinu sé stillt upp til höfuðs úthverfavæðingu fortíðar sem hefur haft mikil áhrif á samgönguvenjur höfuðborgarbúa, því einn alvarlegasti fylgifiskur úthverfavæðingarinnar, var mikil aukning í notkun einkabíls, hnignun almenningssamgangna, meiri einsleitni, minni hreyfing og auknar líkur á lífstílssjúkdómum. Flestar borgir veraldar hafa nú snúið af þeirri braut og hvíla áherslur aðalskipulags einmitt á því, þar

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==