Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

74 Um skipulag bæja Þegar Um skipulag bæja kom út fyrir 100 árum hafði afar lítið verið fjallað um skipulagsmál í Reykjavík á opinberum vettvangi. Áhersla höfundar á loft og ljós er eftirtektarverð. 20 Lega húsa, þakhalli og hæð er sérstakt um­ fjöllunarefni Guðmundar sem vildi ekki að „háum og lágum húsum [væri] grautað saman.” Hann skar upp herör gegn kofabyggingum í bæjum og borgum og vildi tveggja til þriggja hæða randbyggð hús með útigarði inni á milli, svipað og sjá má við Eiríksgötu og í verkamanna­ bústöðunum við Ásvallagötu svo dæmi séu tekin. Hann rannsakaði sólarhæð á Íslandi og vildi að tekið væri tilliti til hennar við hönnun húsa. Þessar hugmyndir eru í raun enn í góðu gildi. Rök Guðmundar eiga jafn vel við nú og þá: Þó íbúar heimskautalandanna og sólskinslausu stórborganna sýni það, að lengi geta menn lifað, þó sjaldan sjái þeir sól, þá dylst það engum manni, hve máttug áhrif sólarljósið hefur. Best sjest þetta á jurtunum. Þær geta fæstar lifað til langframa án birtu og sólskins. Þó ekki verði sama sagt um menn, hefur ljósið mikil áhrif á þá og heilbrigði þeirra. Það gerir efnabyltinguna á líkamanum örari, kol­ sýran, sem menn anda frá sjer, eykst. Sækir því fita á dýr, sem lifa í dimmu, og líkamshitinn lækkar. Þá hafa menn veitt því eftirtekt, að blóðrauðinn breytist í skammdegismyrkri heimskautalandanna. Alkunnugt er það, hversu svefn og þunglyndi sækja á fjölda manna í skammdeginu, en hverfa er líður að vori, hversu sólskinið fjörgar og gleður og hefur djúp áhrif á hvern mann. Þó sjálft sólskinið sjé áhrifamest, gætir þess eigi lítið, hvort birtan er mikil eða lítil, dimmt yfir eða bjart, þó sól ekki sjáist. 21 Guðmundur hafði sterkar skoðanir á því að garðurinn ætti að vera framan við húsið til þess að tryggja aukna birtu. Þó væri lykilatriði að garðarnir væru „smekklega girtir og ræktaðir, prýða þeir götuna stórum, en oft vill verða misbrestur á þessu bæði hjá fátæklingum og hirðuleysingjum.“ Sem lausn við því vandamáli lagði Guðmundur til að „fjelög í bænum (kvenfjelagið) eða einstakir menn geta hlaupið undir bagga með fátæk­ lingum, leiðbeint þeim í garðrækt, látið þeim ókeypis í tje blómsturfræ, runna, útsæði o.þvíl., veitt verðlaun fyrir fegurstu garðana o.s.frv. Ágætt ráð í þessa átt er að kenna skólabörnum garðrækt.“ 22 Leiða má að því líkur að upphafsmaður hinna hefðbundnu skólagarða hafi sótt innblástur í verk Guðmundar Hannessonar. Smágarðahverfi í sama anda ruddu sér raunar smám saman til rúms. Rófu- og kálgarðar voru víða við hús en

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==