Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

73 sig af frá utanaðkomandi ógnum voru eldsvoðar tíðir og mannskæðir. Oft höfðu stórbrunar líka úrslitaáhrif á strangari reglur um byggingar. Reykja­ vík er þar engin undantekning. Í kjölfar iðnbyltingarinnar tóku borgir á meginlandinu mikinn vaxtarkipp vegna þess að fólk fluttist úr sveit í borg þar sem það gat fengið vinnu í verksmiðjum. Margir bjuggu undir sama þaki og stutt var á milli húsa og hreinlæti gat því verið ábótavant. Iðn­ aðarborgirnar urðu mikil pestarbæli sem kallaði á aðgerðir til að hindra útbreiðslu farsótta. Þessi hraða þéttbýlismyndun og útbreiðsla smitsjúk­ dóma í kjölfar hennar, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, tengdi lýðheilsu og borgarskipulag nánum böndum áratugum saman. Með hröðum vexti var erfitt að bregðast við þeim vanda sem skapaðist vegna lélegra búsetuskilyrða, óviðunandi hreinlætis og loftræstingar, auk hættulegra vinnuaðstæðna. Þetta voru kjöraðstæður fyrir kóleru og taugaveiki og komu upp mannskæðir faraldrar í mörgum borgum beggja vegna Atlantshafsins með skelfilegum afleiðingum. 18 Borgir og bæir glímdu við smitsjúkdóma í kjölfar óþrifnaðar, mengaðs vatns og mikils þéttbýlis og það var engin undantekning hér heima. Í upphafi 20. aldar tók að gæta áþekkra smitsjúkdóma í Reykjavík í kjölfar fjölgunar í höfuðstaðnum. Reykjavík réði ekki við svo öra fjölgun íbúa þar sem margir bjuggu við lélegan húsakost og óvirka fráveitu sem greiddi smitsjúkdómum leið til íbúa höfuðborgarinnar. 19 Það má því segja að Guðmundur Hannesson hafi verið réttur maður á réttum stað, vopnaður nýrri þekkingu að utan. Þekkingu sem þá var ný af nálinni – um örverur sem smitefni og hvernig hægt væri að tryggja heilsu borgaranna með forvörnum. Áhersla Guðmundar var því á að húsakynni bæjarbúa yrðu að vera steinsteypt frekar en úr timbri, að þröngbýli séu gjarnan gróðrarstía farsótta og loks að vatnsból verði að vera hrein og komist ekki í snertingu við skólp. Hreinlæti var mikilvægt til þess að koma í veg fyrir farsóttir en því er oft haldið fram að sýklalyfin sjálf hafi verið bjargvætturinn í baráttunni við berklasjúkdóminn á sínum tíma. Þó benda rannsóknir til að heilsusamlegra húsnæði hafi haft mun meira að segja. Breski læknirinn Thomas McKeown sýndi eftirminnilega fram á það þegar hann skoðaði útbreiðslu berkla í Englandi og Wales – að þeir voru þá þegar á hröðu undanhaldi, áður en sýklalyfin komu til sögunnar. Þróun nýgengi og tíðni berkla á Íslandi segir sömu sögu. Þótt sýklalyfin hafi gert kraftaverk í vörnum gegn smitsjúkdómum má segja að þau hafi rétt náð í skottið á þeirri miklu farsótt sem berklarnir voru – og eru raunar enn víða í heiminum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==