Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

77 rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl mikils svifryks og alvarlegra hjarta­ sjúkdóma. Þetta þarf að taka alvarlega. Hvernig drögum við þá úr svifryks­ mengun? Borgir hafa verið að lækka umferðarhraða, þvo götur og reynt með róttækum aðgerðum að draga úr umferð einkabíla, enda eru þeir meginorsök svifryksmengunar. Með aðgerðum í þágu almenningssam­ gangna og gangandi og hjólandi umferðar er ekki aðeins dregið úr út­ blæstri gróðurhúsalofttegunda, sem skiptir máli á hnattræna vísu, heldur tryggt heilsusamlegra nærumhverfi með því að draga verulega úr svifryki sem hefur jákvæð staðbundin áhrif. Til þess að koma fleirum í strætis­ vagna og aðra ferðamáta en einkabílinn þarf að þétta byggðina og gera fólki kleift að fara allra sinna ferða með annarskonar ferðamáta. Árið 2008 bjuggu fleiri í borgum en á dreifbýlum svæðum veraldar. Taflan sýnir íbúa í dreifbýli annars vegar og þéttbýli hins vegar frá 1950 til nútímans ásamt spá um aukið hlutfall íbúa í borgum framtíðarinnar. Mannfjöldi í milljónum Þéttbýli Strjálbýli 1000 2000 3000 4000 5000 6000 7000 0 1950 1960 1970 1980 1990 2000 2010 2020 2030 2040 2050 Segja má að áhersla á breyttar ferðavenjur og þéttingu byggðar í aðal­ skipulagi Reykjavíkur sé ein allsherjar lýðheilsuáætlun. Ef við skipuleggjum borgina þannig að við byggjum inn á við í staðinn fyrir að þenja byggðina út, mun það verða til þess að fólk kýs frekar að ganga eða nýta almenn­ ingssamgöngur, sem er bæði umhverfisvænna og hollara. Rekstrargrund­ völlur skapast fyrir verslun og þjónustu innan hverfa borginnar og það gerir fólki kleift að draga úr akstri, vera bara á einum bíl og jafnvel ekki neinum. Þétting byggðar dregur þannig úr umferð, minnkar mengun, stuðlar að hreyfingu og þar með auknu heilbrigði. Jafnframt þarf að stuðla að því að útivistarsvæði séu alltaf innan seilingar. Áherslur Guð­ mundar um loft og ljós enduróma því í áherslum nútímans en á sama tíma hafa bæst við þessi nýju og krefjandi verkefni.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==