Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

88 færðu honum vönduð stofugögn í hina nýju skrifstofu hans, þar á meðal snotran skrifborðsstól sem Guðmundur hafði af miklum hagleik skorið út sjálfur og smíðað að mestu“. 10 Einnig var mikill vinskapur milli Guðmundar og Stefáns Stefánssonar skólameistara. Hulda dóttir Stefáns greinir frá þeirri vináttu í minningum sínum. Má nærri geta hvílíkur fengur það var fyrir leitandi, síhugsandi gáfumann eins og Guðmund að hafa félagsskap slíkra andans jöfra. 11 Þrátt fyrir batnandi efnahag og velgengni í lífi og starfi kom að því að Guðmundur hugsaði sér til hreyfings frá Akureyri. Ef til vill hefur það öðrum þræði verið vegna hins mikla annríkis. Guðmundur lýsir þessu þannig í upphafi fyrsta varðveitta bréfsins frá honum til Páls bróður hans: „Þakka þjer kærlega fyrir brjef þitt með síðasta póstinum. Mjer þykir vænt um að fá línu frá ykkur og heyra hversu allt hefst við þar heima. Þó lítið sje um að jeg borgi ykkur brjefin. Jeg hef í mörg horn að líta.“ 12 Reyndar fór svo að Karólína kona hans lauk við bréfið af því að Guðmundur var skyndilega kallaður til sjúklings. Tryggð viðæskustöðvar Þótt Guðmundur Hannesson sinnti lengst af erilsömum og fjölbreyttum störfum þá hélt hann alla tíð mjög góðu og nánu sambandi við fólk sitt í Blöndudal. Sérstaklega var kært milli hans og yngri bróður hans Páls. Varðveist hafa tæp hundrað sendibréf frá Guðmundi til Páls frá árunum 1900 til 1945. Bréfin eru yfirleitt löng og efnismikil og gefa glögga mynd af Guðmundi, fjölskylduhögum, áhugamálum, hugsjónum, áformum og draumum. Mikill trúnaður hefur verið milli þeirra bræðra. Guðmundur var heimsborgari og fylgdist gjörla með straumum samtímans og var ákafur að fræða bróður sinn. Páll á hinn bóginn jarðbundinn en fús að þiggja góð ráð bróður síns. Hann var farsæll bóndi á ættarjörð þeirra – Guðlaugs­ stöðum, sem hann keypti árið 1905. Stundum ráðfærir Guðmundur sig við Pál og hvor hefur borið mikla umhyggju fyrir hinum. Bréfaskipti þeirra eru megin heimildirnar í þessari grein. Þegar þessum 45 árgöngum af sendibréfum er flett er brennandi áhugi bréfritara á því að leiðbeina og kenna augljós. Oft er um einhverja ný­ breytni að ræða. Steinsteypa var óþekkt um 1900 til sveita á Norðurlandi og lítil þekking almennt komin um það byggingarefni á landinu. Guð­ mundur kynnir vinnubrögð við steinsteypu fyrir bróður sínum vorið 1904. Bendir hann á mikla kosti þess byggingaefnis meðal annars varðandi minni brunahættu. Gaf hann bróður sínum nákvæma uppskrift að steypu­ lögun og leggur áherslu á efnisgæði, þegar hann hvetur Pál til að steypa

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==