Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

87 Í Læknablaðinu 1989 ritar Pétur Pétursson læknir á Akureyri grein um Guðmund Hannesson sem hann nefnir Afreksmaður að norðan . Þar segir hann m. a. um veru Guðmundar á Akureyri: Afköst hans á þessu tímabili voru algjörlega einstæð í íslenzkri lækningasögu, … hann þjónaði sem héraðslæknir, að mestu ein­ samall í 4000 manna héraði, öllum Eyjafirði að Ólafsfirði og vestasta hluta Þingeyjarsýslu meðtöldum. … Auk beinna lækninga starfaði hann að forvörnum, upplýsingastarfi meðal lækna og almennings, kynnti sér húsagerð og skipulagsmál, sat í bygginganefnd Akur­ eyrarkaupstaðar, teiknaði og stýrði byggingu íbúðarhúss síns, barnaskólahúss og sjúkrahúss fyrir 16 sjúklinga, sem hann flutti í 1899 … Hann var mikilvirkur félagsmálafrömuður og hélt í þrjú ár úti handskrifuðu og fjölrituðu læknablaði, sem hann vann að nær öllu leyti einsamall að efni og frágangi. 8 Í handskrifaða læknablaðinu segir Guðmundur m.a. frá læknisverkum sínum, ekki sér til frægðar, heldur ekki síður mistökum sem hann hafði gert, svo læra mætti af þeim. Einnig segir hann frá nýjungum í faginu og lestrarfélagi sem hann stofnaði, en hann safnaði lækningabókum sem hann leyfði öðrum að njóta með sér. Hann var dáður læknir semmargir töldu sig eiga líf að launa. Guðmundur skilgreindi þó hlutverk lækna miklu víðtækar en að taka á móti veikum sjúklingum. Hann taldi markmið lækna að vera nokkurskonar læknar þjóðarlíkamans. Þeir ættu að sjá til þess „að sem flestir fæðist hraustir og sem best gefnir, að þeir alist upp og lifi andlega og líkamlega hraustir og að þeir sem sýkjast séu læknaðir ef þess er nokkur kostur, en hinum hjúkrað.“ 9 Segja má að Guðmundi hafi ekkert verið óviðkomandi í umhverfi sínu og skoðanir hans á hinum fjölbreyttustu málefnum hlutu góðan hljómgrunn á Akureyri og hann naut virðingar og vináttu samborgara sinna. Kunn er tryggðavinátta Guðmundar og sóknarprestsins, þjóðskáldsins Matthíasar Jochumsonar. Steingrímur læknir sonur Matthíasar segir skemmtilega frá þeirri einstöku vináttu sem skapaðist milli þessara ólíku manna: Hann varð besti húsvinur pabba alla tíð, sem hann dvaldi nyrðra… Og ekki spillti pólitíkin vinskap þeirra, þótt pabbi gæti aldrei fengið samúð með skilnaðarhugmyndum Guðmundar og andróðri gegn Dönum … Hann óbeinlínis gaf honum ný yrkisefni samanber t. d. kvæðið „Guð minn, Guð ég hrópa“ …Man ég sérstaklega hvað það gladdi pabba, er nokkrir kunningjar, fyrir forgöngu Guðmundar

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==