Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

86 smásigrar hafa sína þýðingu fyrir unga menn. Þeir vekja sjálfstraust, gleðja mann og létta manni næsta sporið, þó að það væri nokkru stærra og erfiðara.“ 6 Á meðan að Guðmundur bjó á Sauðárkróki var stofnað þar félag sem hlaut nafnið Ræðuklúbbur Sauðárkróks. Þar ræddu menn ýmis framfara­ mál byggðarlagsins og þjóðfélagsins. Guðmundur var ritari klúbbsins á meðan hann dvaldi á Króknum. Fundargerðir klúbbsins voru gefnar út í tilefni af 125 ára afmæli byggðarlagsins. Fróðlegt er að kynnast hinum fjölbreyttu áhugamálum Guðmundar sem koma vel fram í fundargerðum klúbbsins. Auk baráttu hans fyrir endurbótum á vatnsbóli þorpsins, vildi hann reisa baðhús og salerni fyrir almenning, koma á fót tryggingum fyrir báta og veiðarfæri, bæta samgöngur, stofna bókasafn og glímufélag. Þá ræddi hannmikið umhúsbyggingar og lagði til að fengnar væru hentugar húsateikningar frá útlöndum, þrifnaður væri torveldur í torfbæjum, timburhús og steinhús væru yfirleitt of köld. Þá flutti hann þrumuræður um bætt hreinlæti sem og skipulagsmál, en hann vildi leggja götu um endilangan bæinn, helst tvær, aðra ofar en hina nær sjónum. 7 Guðmundur bar Skagfirðingum vel söguna. „Mér féll vel við þá og ég hef ekki unað hag mínum betur annarsstaðar en í Skagafirðinum … Ég hafði heldur horn í síðu presta til að byrja með, því að ég var nýkominn úr öllu trúarofstækinu í Danmörku, en mér var ómögulegt að deila við frjálslyndu skagfirsku prestana. Um allan almenning hef ég gott eitt að segja. Skag­ firðingar voru glaðlyndir og skemmtilegir, ekki síst er þeir voru komnir á hestbak, stórlega gestrisnir og mestu skilamenn, við mig að minnsta kosti.“ Guðmundur fór til Kaupmannahafnar til frekara náms á sjúkrahúsum 1895–1896 með áherslu á fæðingarhjálp og augnlækningar. Góð ár á Akureyri Árið 1896 varð Guðmundur héraðslæknir í Eyjafirði og sat á Akureyri til 1907. Þar hafði hann mikil umsvif bæði á embættisvettvangi sínum en einnig hvað varðar allskyns menningar- og framfaramál. Akureyrarárin virðast að mörgu leyti hafa verið meðal þeirra bestu í lífi Guðmundar. Fjölskyldan stækkaði og honun tókst að koma sér upp glæsilegu íbúðar­ húsi úr timbri. Akureyri var á þessum árum þorp í vexti og mótun. Guð­ mundi gafst gott tækifæri til að hafa veruleg áhrif á þróun byggðarlagsins og sér þess merki enn í dag. Sumum af þeim byggingum er reistar voru að hans frumkvæði hefur verið sýndur fyllsti sómi og eru ennþá bæjar­ prýði. Þar á meðal er íbúðarhús hans, Barnaskólinn í Innbænum og sjúkrahúsið, sem var flutt upp í Hlíðarfjall er það vék fyrir öðru og stærra, og er nú skíðaskáli.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==