Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

85 sönn eða login þá fór Guðmundur til langskólanáms en ekki í búskap. Synir Eiðsstaðahjóna voru sendir til náms vetrarparta í Guðlaugsstaði en þar var margmenni og mikið menningarheimili. Guðmundur Hannesson getur þess í endurminningum sínum að afi hans Guðmundur Arnljótsson hafi átt stóra eikarkistu fulla af bókum og þangað hafi hann sótt sér mikinn fróðleik. Föðuramma Guðmundar Hannessonar var Elín Arnljótsdóttir. Hún hélt mikið uppá þennan sonarson sinn og var mjög kært með þeim alla tíð. Hún mun hafa hvatt mjög til þess að Guðmundur færi til náms. Um veru sína í Lærða skólanum hefur Guðmundur skrifað sjálfur. Hann virðist hafa verið vansæll, drykkfelldur og trassað nám. Hann lauk þó prófi árið 1887 með fyrstu einkunn. Síðan sigldi hann til Kaupmannahafnar til náms í læknisfræði og lauk þeim áfanga einnig með fyrstu einkunn árið 1894. Á síðustu áratugum nítjándu aldar komu nokkrir Húnvetningar heim frá læknanámi í Kaupmannahöfn. Fór mikið orð af gáfum þeirra og kunnáttu. Þetta voru Guðmundur Hannesson frá Eiðsstöðum, Guðmundur Magnús­ son frá Holti á Ásum og Guðmundur Björnson landlæknir frá Marðarnúpi. Húnvetningar voru stoltir af þessumafreksmönnum. En vegnagróðursælla heiða gátu Húnvetningar haft margt af sauðum og selt þá Englendingum fyrir gull og fyrir gullið gátu þeir sent syni sína til náms í útlöndum. Héraðslæknir á Sauðárkróki Þegar Guðmundur kom heim til Íslands að loknu læknanámi í Kaup­ mannahöfn var honum ætlað læknisstarf á Austurlandi. Þá losnaði Skaga­ fjarðarhérað og fékk Guðmundur það og settist að á Sauðárkróki árið 1894. Vildi Guðmundur fremur búa þar en eystra, enda var hann þar nær átthögum sínum og sínu fólki, en alla tíð var hann mjög tryggur heima­ högum. Þann 1. september sama ár kvæntist Guðmundur Karólínu Margréti Sigríði Ísleifsdóttur (1871-1927). Karólína var mikilhæf kona. Skagafjarðarhéraðið var mjög stórt, fullir 100 km á lengd og stórfljót skipti því í tvo hluta. Ferðalög um það voru tímafrek og stundum hættuleg. Ekkert sjúkraskýli, hvað þá sjúkrahús, var á Sauðárkróki og var það að sjálfsögðu mjög bagalegt, en einnig voru húsakynni læknisins þröng. Hófst Guðmundur handa um að hvetja til byggingar lítils sjúkrahúss og komst hreyfing á þaðmál. Þrátt fyrir aðstöðuleysi og frumstæðar aðstæður vann Guðmundur ýmis vandasöm læknisverk og gerði t.d. 13 holskurði. Sullaveiki var þá algeng og hinn mesti vágestur. Einnig var berklaveiki til staðar. Þrifnaði var víða ábótavant og húsakynni bágborin. Vatnsból var í mestu óhirðu og gerði Guðmundur gangskör að því að bæta þar úr. Í tímaritinu Glóðafeyki segir hann frá úrbótum er hann gekkst fyrir á vatnsbólinu á Króknum „hér var ekki um neitt stórmál að ræða, en svona

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==