Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

84 Hannes og Halldóra bjuggu fyrst í tvíbýli á Guðlaugsstöðum ásamt foreldrum Hannesar, en keyptu síðar næstu jörð, Eiðsstaði, sem er framar í dalnum og bjuggu þar í næstum fjóra áratugi. Guðmundur var látinn sitja yfir kvíaám, eins og þá var títt um krakka. Honum leiddist hjásetan í fyrstu, en varð síðan fyrir vonbrigðum að fá ekki að vera smali nema eitt sumar. Faðir hans lét hann heldur standa við slátt, því hann var góður sláttumaður og einstaklega laginn við að brýna ljáinn. Hann hóf í hjásetunni að reisa sér smalabyrgi úr hellugrjóti og vandaði svo hleðslu veggjanna að vakti aðdáun smiðsins föður hans. Þetta munu vera fyrstu byggingaframkvæmdir sem Guðmundur vann að uppá sitt eindæmi. Þá smíðaði hann sér vatnsheldan stokk undir bækur sem hann hafði með sér í hjásetuna. Var þetta hagleikssmíð og sagði hann síðar að hann hafi fengið mikið hrós hjá föður sínum er hann sá gripinn. 4 Hannes faðir Guðmundar var mikill eljumaður og hafði orð á því þeir væru ætíð liðléttingar sem væru lengi að klæða sig eða hátta. Guðmundur ákvað því að athuga hvað hann gæti verið fljótur að klæða sig „ég taldi handtökin og reyndi síðan að fækka þeim…því að hvert handtak tók sinn tíma“ 5 . Þá segir hann frá því að hann hafi búið um tíma hjá klæðskera á skólaárunum. Hann lagði sig eftir að læra handbragð við saumaskap, t.d. að stanga og sauma jakkakraga svo þeir færu vel, og kenndi síðan móður sinni er heim kom. Guðmundur hafði meðfædda verklagni og næmt auga fyrir fegurð. Eitt sinn fékk Guðmundur þó ekki hrós hjá föður sínum. Hann var sendur eldsnemma morguns eftir Eiðsstaðahrossunum því Hannes ætlaði að binda hey af engjum. Ekki tókst betur til en svo að Guðmundur kom heim með hrossin frá næsta bæ, Eldjárnsstöðum. Hannes varð ókvæða við er sonur hans sýndi af sér slíkan rataskap og á að hafa sagt: „Það er ég viss um að það verður aldrei maður úr þér Gvendur.“ Hvort sem þessi saga er Gamli bærinn á Guðlaugsstöðum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==