Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

83 fáum jörðum sem lengi höfðu verið í sjálfsábúð, það er í eigu þeirra bænda er jörðina sátu. Langflestir bændur voru þá leiguliðar og urðu að greiða landeigendum afgjald. Sjálfseignarbændur voru öfundsverðir og höfðu frekar tök á að endurbæta jarðir sínar. Guðlaugsstaðir höfðu verið í eigu sömu ættar síðan 1685 og eru raunar enn. Faðir Hannesar var Guð­ mundur Arnljótsson. Hann var öflugur bóndi og forystumaður í sínu sam­ félagi, var m.a. varaþingmaður og sat á öðru þingi eftir endurreisn Al­ þingis. Guðmundur Arnljótsson varð síðar afi þriggja alþingismanna, Guðmundar Hannessonar, Guðmundar Ólafssonar í Ási og Jóns Jóns­ sonar í Stóradal. Talsverður félagsþroski hefur verið þar í sveit á þeirri tíð. Guðmundur Arnljótsson og sveitungar hans stofnuðu fyrsta hreppa­ búnaðarfélag landsins árið 1842, Jarðabótafélag Svínavatns og Ból­ staðarhlíðarhreppa, en skömmu áður hafði Búnaðarfélag Suður­ amtsins verið stofnað. Félagið sendi mann til Noregs til að læra plægingu og jarðabætur og vann hann síðar hjá félagsmönnum. Eitt af verkefnum félagsins var að vinna að bæjarhúsa­ byggingu, sem tæki almennri bygg­ ingu fram að formi og varanleik. Lestrarfélag stofnaði Guðmundur einnig með grönnum sínum árið 1846. Bækur um húsagerð voru meðal álitslegs bókakosts félags­ ins. 2 Þá var næstfyrsta kvenfélag landsins stofnað í Svínavatnshreppi árið 1872. Loks má geta þess að Jón, sonur Guðmundar, var einn aðalforingi að stofnun Kaupfélags Húnvetninga 1895 og veðsetti eignarjörð sína Guðlaugsstaði til þess að hægt væri að reisa félaginu hús á Blönduósi. 3 Guðmundur Hannesson var næstelstur fjögurra systkina. Elstur var Jón. Hann var búfræðingur frá Hólaskóla og síðar bóndi á Brún í Svartárdal. Hann dó ungur úr lungnabólgu. Ekkja hans Steinunn Frímannsdóttir fór til Kanada með tvær dætur barnungar, en tvær urðu eftir á Íslandi, önnur hjá föðurafa sínum og ömmu en hin hjá Guðmundi Hannessyni og konu hans Karólínu. Fjórum árum yngri en Guðmundur var Páll, síðar bóndi á Guðlaugsstöðum. Yngst þeirra systkina var Anna sem síðar bjó á Brún í nokkur ár en dó ung úr berklum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==