Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

82 Guðmundur Hannesson öðlaðist athygli alþjóðar sem ungur læknanemi. Hann hafði komið heim frá Kaupmannahöfn að sumarlagi árið 1891, þar sem hann stundaði nám. Hann dvaldi hjá foreldrum sínum á Eiðsstöðum í Blöndudal, þegar til hans var leitað vegna bláfátæks bónda í Skagafirði, Jóns Þorvaldssonar í Stapa. Jón þessi var langt leiddur af berklum í fæti. Eftir að hafa skoðað hann, taldi Guðmundur einu leiðina til þess að bjarga lífi hans - að taka af honum fótinn. Enginn læknir var nálægur sem treysti sér til að ráðast í þessa viðurhlutamiklu aðgerð við svo frumstæðar aðstæður. Á hinn bóginn hafði Jón fyrir heimili að sjá, sem yrði sundrað ef fyrirvinnan félli frá og börnin sett niður hjá vandalausum. Guðmundur ákvað eftir umhugsun að freista þess að taka fótinn af sjálfur. Hann hafði séð aflimanir í námi sínu, en auðvitað aldrei staðið að slíkri aðgerð sjálfur. Hannes faðir Guðmundar lagðist mjög gegn þessu tiltæki, þar sem sonur hans væri réttindalaus sem læknir ef eitthvað bæri útaf við aðgerðina. Ekki var unnt að telja Guðmundi hughvarf. Hann réðist í að nema burtu fót Jóns, þótt hann hefði einungis venjuleg smíðaáhöld til verksins og aðstaðan væri bágborin. Skurðarborðið var hurð, en læknirinn á Sauð­ árkróki var til aðstoðar og presturinn tók að sér að svæfa sjúklinginn. Guðmundur gætti þess mjög að viðhafa ítrustu smitgát eftir því sem aðstæður leyfðu. Hann var framúrskarandi laghentur, svo sem hann átti kyn til, en Hannes faðir hans var þjóðhaga smiður. Skemmst er frá að segja að aðgerðin lánaðist með ágætum. Guðmundi tókst að komast fyrir meinið og Jón í Stapa lifði langa ævi eftir aðgerðina. Hann eignaðist tréfót og gat stundað ýmis bústörf svo heimilið var ekki leyst upp. Guðmundur varð þjóðfrægur af verki sínu og áræði. 1 Ætt og uppruni Guðmundur var fæddur á Guðlaugsstöðum í Blöndudal 1866, sonur Halldóru Pálsdóttur frá Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd og Hannesar Guðmundssonar bónda á Guðlaugsstöðum. Guðlaugsstaðir voru víðlend og góð sauðfjárjörð og vel setin. Hún hafði þá sérstöðu að vera ein af Athöfn var helguð hver ævinnar stund Páll Pétursson og Sigrún Magnúsdóttir

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==