Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

81 En hvernig lifa kenningar Guðmundar Hannessonar og nálgun? Í stuttu máli þá lifa þær góðu lífi. Aðalskipulag framsækinna borga, og sannarlega aðalskipulag Reykjavíkur má lesa sem eina samfellda heilsuborgaráætlun. Allt frá vatnsvernd og öruggum innviðum til áherslna á félagslega blönd­ un, kaupmanninn á horninu og breyttar samgönguvenjur þá miða áhersl­ ur nútímalegs skipulags öðrum þræði allar að því að tryggja heilnæmt umhverfi. Þetta eru allt lykilviðfangsefni dagsins í dag ásamt fjölda annarra þátta sem snerta heilbrigði og vistkerfi mannsins sem heild. Í Reykjavík hefur líka verið haldið í mikilvægi „lofts og ljóss“. Með Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 hefur verið sett hámark á hæð nýbygginga í Reykjavík. Í Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til 2040 hefur verið tryggður „grænn trefill“, samfellt net útivistarsvæða um allt höfuðborgarsvæðið. Þar eru vatnslindir tryggðar um ókomna tíð og vaxtarmörk svæðisins í heild afmörkuð. Hvernig hið byggða umhverfi stuðlar að hreyfingu er annar rauður þráður. Umhverfi borga er heilsuvænt ef það hvetur fólk til reglubundinnar hreyfingar. Heilsueflandi umhverfi er það sem ýtir undir að fólk eigi samskipti sem styrkja bæði félagslega heilsu einstaklinga og samfélagsins. Og það er mikilvægt að tryggja græn svæði og kyrrlát svæði í seilingarfjarlægð frá sem flestum til slökunar og endurnæringar. Rannsóknir sýna nefnilega að náttúrulegt umhverfi og vel hannað borgar­ umhverfi hefur jákvæð áhrif á heilsu manna. Það að huga að svæðinu frá strandlengju til fjalla, hlúa að almenningsgörðum eða litlum leiksvæðum, allt hvetur þetta til hreyfingar, útiveru og samvista fólksins sem býr hér. 31 Þótt rannsóknum á samspili heilsu og borgarskipulags hafi fleygt fram frá þeim tíma sem Guðmundur lét til sín taka í Reykjavík – má segja að verkefnin séu þau sömu, „að bærinn verði svo úr garði gerður, að heilbrigði bæjarbúa sje sem minst hætta búin. Þetta atriði fljettast inn í alla aðra þætti skipulags.“ Að þessu leyti endurómar hugmyndafræði Guðmundar Hannessonar um heilsu íbúanna í gegnum skipulagsmálin og borgarmálin allt til þessa dags, og kannski jafnvel meira nú en nokkru sinni fyrr. Grundvallarmarkmiðin eru þau sömu og þau voru fyrir sléttum hundrað árum þótt viðfangsefnin breytist með breyttum aðbúnaði, breyttum lífsstíl og nýrri þekkingu. En líkt og áður er og ætti heilsa borgar­ búa að vera númer eitt. Höfundur þakkar Pétri Krogh Ólafssyni sagnfræðingi fyrir ómetanlega aðstoð við heimildaöflun og ritun greinarinnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==