Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

80 Lokaorð Guðmundur Hannesson er án efa einn merkilegasti læknir sem við Íslend­ ingar höfum átt. Hann var framsækinn og án efa umdeildur á sinni tíð en eftir hann liggja hugmyndir að betra samfélagi og bættri lýðheilsu. Hans helsti styrkur var djúpur skilningur á því að hlutverk læknisins er ekki bundið við sjúkrahúsið eða heilsugæsluna eigi að auka heilbrigði þjóðar eða borgar – heldur spurningar og lausnir í því hvernig hægt sé að byggja upp heilbrigt samfélag á öllum sviðum. Guðmundur Hannesson trúði því að læknirinn ætti keppa að því að allir væru heilbrigðir og „að sem flestir fæðist hraustir og sem best gefnir, að þeir alist upp og lifi andlega og líkamlega hraustir og að þeir sem sýkjast séu læknaðir ef þess er nokkur kostur en hinum hjúkrað.“ 29 Um leið höfðu samferðamenn Guðmundar eftir honum að „góður læknir hafi ávallt tök á að skapa sér það umhverfi sem þarf til að gera það sem er nauðsynlegt til að bæta heilbrigði fólks.“ 30 Þar með væri hlutverk læknisins ekki bara að meta, mæla og bregðast við veikindum sjúklinga sinna, heldur líka að koma í veg fyrir sjúkdóma með því að byggja upp heilbrigt samfélag. Í Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til 2040 er sett fram markmið um 20 mínútna hverfi með fjölbreyttri þjónustu og útivistarmöguleikum í göngufæri frá heimili. Leiksvæði og önnur dvalarsvæði Bókasafn / sundlaug og kaffihús Göngu- og hjólaleiðir Borgarlína Strætó Borgargarðar og stærri útivistarsvæði Starfsstöðvar Hverfisverslun og nærþjónusta Garðlönd Fjölbreytt húsnæði Leikskólar og grunnskólar mínútna hverfið 20

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==