Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

79 leggja borgarsvæði sem ýtir undir hreyfingu fólks, þarf það að byggjast á stuttum vegalengdum, þéttri byggð, blöndun íbúða og atvinnustarfsemi, áherslu á almenningssamgöngur, göngu og hjólreiðum og góðu aðgengi að útivistarsvæðum. 28 Frá 1985 til ársins 2012 fjölgaði íbúum á höfuðborgarsvæðinu um 70.000 manns. Þéttbýlið frá Mosfellsbæ í norðri til Hafnarfjarðar í suðri er nú orðið samfellt – en á sama tíma hefur byggðin þynnst verulega. Árið 2012 bjuggu um 35 íbúar á hektara sem telst afar dreift miðað við borgarsvæði almennt. Frá 2015 til 2040 er áætlað að fjölgunin verði ekki minni en 70.000 og er gengið út frá því í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040. Með mikla áherslu á þéttingu, bæði í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum, er endanlega verið að snúa við þeirri þróun sem hófst hér um 1960. Sam­ göngur á höfuðborgarsvæðinu munu því þróast úr einsleitni yfir í fjöl­ breytni þar sem hægt verður að nota afkastamiklar almenningssam­ göngur meðfram borgarlínu, deilibíla, borgarhjól eftir fyrirmynd frá öðrum löndum og einfaldlega tryggja að fólk geti ferðast um borgina hratt og örugglega án þess þurfa að eiga bíl. Þessi tvö tímabil lýðheilsu og skipulags sem um getur að framan endur­ óma sama leiðarljósið um heilbrigði íbúanna. Þótt leiðirnar séu mis­ munandi eru verkfærin þau sömu – skipulag byggðarinnar. Í fortíðinni var hlutverk borgarinnar að tryggja heilbrigði með hreinlæti annars vegar og lofti og ljósi hins vegar við skipulag byggðar. Í dag eru markmiðin þau sömu um heilbrigði íbúanna en verkefnin eru önnur þótt skipulag byggð­ arinnar sé verkfærið. Að tryggja nærþjónustu í hverfum, gæta þess að almenningssamgöngur séu nægilega góðar til þess að fólk þurfi ekki að eiga bíl og að þétta byggðina með það að markmiði að fólk geti átt heima nálægt vinnustöðum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==