Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

90 Tillögur hans um búskaparhætti sýna ótrúlega framsýni og eru þær að mestu í fullu gildi ennþá, þótt heil öld sé liðin og margt með öðru sniði en þá. Guðmundur veltir ýmsu fyrir sér í bréfum á árinu 1905. Hann er með hugann við hvernig megi byggja bæina betur en gert var og segist hafa lokið við vandaðan uppdrátt að sveitabæ. Býður hann fram teikningar til þeirra sem ætla að byggja. Hann hugleiðir að gefa út rit með uppdráttum af 20 til 30 sveitabæjum. Einnig skrifar hann um að honum hafi dottið í hug að setja upp dálitla sementssteypuverksmiðju í félagi við annan mann. Þá segir hann bróður sínum frá trésmíðaverkstæði á Akureyri sem sagi og hefli fyrir gufuafli, sem faðir þeirra hefði gaman að sjá. Í öðru bréfi bollaleggur Guðmundur um hagkvæmni þess að byggja myndarlega hlöðu og stór fjárhús á Guðlaugsstöðum úr steinsteypu: „Gaman væri það fyrir þig að byggja svo fyrirmynd væri að.“ 14 Hann víkur enn frekar að hugmyndum sínumum steina úr sementssteypu og að hann hafi augastað á amerískri veggjagjörð, sem hann telur geta hentað á Íslandi. Hann rissar upp útlínur steinanna í bréfinu og segir að þeir séu eins og T í laginu, nái hvergi saman og með holrúm á milli sem megi fylla með mó eða mold. Fjórum árum síðar kemur fram í bréfi að Guðmundur fékk með skipi steinsteypumót frá Ameríku. Í bréfum Guðmundar til Páls bróður síns kemur ítrekað fram hversu tryggur hann er átthögum sínum og hugur hans sífellt vakandi fyrir því sem til framfara horfði. Oft greip hann til teikninga til að útfæra hugmyndir sínar á glöggan hátt.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==