Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

91 Guðmundur heldur bróður sínum einnig upplýstum um hvað hann hafi fyrir stafni sem læknir og skýrir frá því að hann sé að skrifa bók um næma sjúkdóma sem Bókmenntafélagið muni gefa út. „Það er alls ekki fljótlegt að skrifa langa bók og þurfa að athuga allt vel sem um er skrifað“. 15 Þá getur hann um að hann hafi farið í algjört bindindi og stofnað bindindis­ félag lækna og annað bindindisfélag á Akureyri. Hann er greinilega hreyk­ inn af félögunum og bendir Páli á að þegar hann beiti sér muni um það. Guðmundur er oft að ráðslaga hvað komi bróður hans og búi að mestu gagni. Hann sendir teikningu af heyvagni í bréfi árið 1908, sem hann telur að gæti orðið gagnlegur við heyskap á Guðlaugsstöðum. Nákvæm smíðalýsing fylgir teikningunni. Þá hefur hann ákaflega mikinn áhuga á bættri áburðarnýtingu og skrifar um það efni í mörgum bréfum. Jeg býst við að ekki meira en helmingur áburðarins sé nýttur af al­ menningi. Dreg jeg það af því að helmingur áburðarins er inni­ falinn í hlandinu sem víðast fer forgörðum að mestu. Besta nýting þess er að safna því í vatnshelda þró … þetta gera Danir …Gaman þætti mér ef þú gætir svarað mér þessum spurningum: 1. Hvað margar dagsláttur er tún þitt? 2. Hve mikil taða í meðalári? 3. Á hve margar dagsláttur endist mykjan frá kúnum? 4. Myndi ekki túnið fara í órækt ef ekki væri annar áburður en mykjan þó öll taða gengi til nautgripa? Það fara stundum í mig búskaparhugleiðingar og ein af þeim er sakir til þess að ég spyr. Máski getur þú líka svarað þessum spurningum hvað Eiðsstaði varðar. 16 Á Eiðsstöðum bjuggu þá aldraðir foreldrar þeirra. Guðmundur heldur sig við sama heygarðshornið í bréfi ári síðar og lýsir meðal annars fyrir Páli hvernig haganlegast sé að leggja vatnsleiðslu í bæinn á Guðlaugsstöðum. Hann útvegaði síðar pípur í lögnina. Guðmundar ræðir einnig vegalagn­ ingu í Blöndudal: Þú manst eftir að pabbi hjelt ómögulegt að leggja akvegi eftir hallandi dalnum hjá ykkur. Jeg held að það hljóti að vera vitleysa. En það er annað sem ég veit að þú og aðrir gjöra rangt og það er að byggja þá vegarspotta sem gjörðir eru bæði á röngum stöðum og illa. Það þarf endilega að fá vegfræðing til þess að mæla og byrja vegagjörðina. Annars verður allt sem þið gjörið ónýtt. Ef veg­ stæði, stefna og öll gjörð væri vandlega hugsuð, þá mundi smáýtast áfram því vegirnir eru svo mikil þægindi að flesta munar í þá sem uppá það komast. Jeg efast ekki um að þið gætuð fengið land­ stjórnina til þess að mæla fyrir vegi út á Blönduós fyrir ykkur, alveg ókeypis. 17 Í þessu sama bréfi kemur Guðmundur með hugmyndir um að breyta túngirðingunni á Guðlaugsstöðum og bendir á möguleika á að stækka

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==