Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

92 túnið. Síðar sama ár heldur hann áfram að skrifa um kosti þess að nýta áburðinn vel og koma á skógrækt. Hann trúir á vöxt íslenska birkisins og telur það þrífast vel inn til dala. Það megi sennilega kenna fáfræði um að menn hugleiði ekki meira skógrækt á jörðum sínum. Ef engu taði yrði brennt og forin notuð sem best, væri nægur áburður á allt þetta tún. Í hóla og brekkur fyrir ofan allt ætti að planta skógi. Það er enginn efi á því, að sé rétt farið að, þrífst hann eins áreiðanlega og taðan á túninu. Ef stór skák væri tekin þannig fyrir ofan túnið allt, væri víðlendið nóg til þess að hafa nóg skógarhögg síðar meir fyrir allt eldsneyti bæjarins, bæði til suðu og ofnahitunar. Til þess þyrfti 10 til 20 dagsláttur. Það yrði fallegt hjá þér þegar allt láglendið út að Skjóli væri yrkt tún og allt sem sæist uppeftir grænn hávaxinn skógur. 18 Til gamans má geta þess að nú hundrað árum síðar er farið að hita upp íbúðarhúsið á Guðlaugsstöðummeð trjákurli. Guðmundur var sannarlega á undan sinni samtíð um fjölmarga hluti einnig hvað varðar uppgræðslu lands og sjálfbærni landgæða eins og við kynnumst í bréfaskrifum hans. Hannes sonur Guðmundar unni einnig skógrækt og gróðursetti fallegan skógarreit sunnan í Öskjuhlíðinni, vestan við kirkjugarðinn í Fossvogi, svokallaðan Læknisreit. Þar átti Hannes og fjölskylda lítið sumarhús, sem afkomendur hans nýta enn í dag. Reiturinn ber hugsjónum þeirra og trú á landið fagurt vitni. Hann kenndi Íslendingum að byggja hlý hús Fljótlega eftir að Guðmundur tók við Reykjavíkur-læknishéraði, eða árið 1909, skrifar hann Páli bróður sínum um að hann sé í byggingahugleið­ ingum og væri að skoða lóðir. Hann finnur enga lóð sem honum verulega líkar, það sé helst blettur við Hverfisgötuna [Hverfisgata 12]. Guðmundur segist vera að hugsa um byggingu úr steinsteypu. Samkvæmt bréfum virtist hann þó þegar árið 1905 vera farinn að huga að flutningi til Reykjavíkur, því að hann skrifar þá að hann sé að bera víur í kaup á lóðar­ skika við Hverfisgötu. Fimm árum síðar upplýsir hann bróður sinn frekar um gang mála. Jeg er að basla í húsbyggingu… síðan vill bæjarstjórnin ekki veita mér byggingarleyfi vegna þess að húsið sé svo ljótt! Jeg held að þeim góðu mönnum skjátlist. Jeg er sæmilega vel ánægður með húsið og vona að jeg hafi mitt mál áfram á sínum tíma. Hús mitt á að liggja rétt andspænis þeim fornhelga Arnarhóli þar sem Ingólfur reisti bæ sinn og er það rétt hjá Landsbókasafninu svo jeg á stutta leið út í skruddurnar. 19

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==