Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

93 Guðmundur heldur áfram í sama bréfi: „Eitt get jeg sagt þér næst þegar byggt verður á Guðlaugsstöðum verður það vel vandað steinhús. Máske betra og hentugara en nokkurt hús sem þú hefur séð. Þetta liggur í loftinu og verður fullþroskað mál þegar þar að kemur. Bær þinn er svo traustur að hann endist lengi vel.“ Það reyndist rétt hjá Guðmundi að bærinn á Guðlaugsstöðum var traustur og stóð lengi. Um 1980 reis glæsilegt stein­ steypt einbýlishús á Guðlaugsstöðum og gamli bærinn var tekinn niður. Nokkuð af timbrinu úr honum var merkt og geymt. Bærinn var merkileg bygging og bar vitni um þróun bygginga á stórbýlum um meira en tveggja alda skeið. Segja má að bærinn hafi verið þrjú samtengd hús. Fremst var húsaröð sem sneri stöfnum til austurs fram á hlaðið, byggð 1874. Þar fyrir innan var húsaröð norður/suður byggð um 1770, síðar var settur á þá röð timburstafn á móti suðri. Vestast var húsaröð að mestu frá 1907 og 1925, einnig með timburstafni í suður. Guðmundur hafði hönd í bagga með síðustu breytingunum og voru stórir opnanlegir gluggar ákveðin nýlunda. Húsbyggingar eru áberandi í skrifum Guðmundar á árinu 1910 sem og næstu árin: „Í kvöld hef jeg setið við að teikna hús fyrir Árna á Skarði sem hann langar til að byggja í vor. Bara að það gæti komið honum að liði.“ 20 Hér er um að ræða húsið á Geitaskarði sem hefur verið höfuðprýði Langa­ dals í meira en öld. Desemberbréf þetta árið ber með sér að hann sé að svara Páli, sem sagði frá framkvæmdum á Guðlaugsstöðum og meðal annars sé hann búinn að leggja vatnsleiðslu í bæinn. Guðmundi finnst hann ekki geta gumað eins af gangi mála hjá sér: Ennþá eru ósköpin öll ógjörð við hús mitt að utan og innan. Þó eru fleiri menn alltaf að vinna og ekki vantar það að peningarnir eyðast. Jeg er jafnvel orðinn hálfhissa á því hversu allar mínar eigur ætla að hverfa í þennan kumbalda. Ótal vonbrigðum hef ég orðið fyrir við bygginguna, líka lært margt af henni. Vildi skrifa eitthvað af því síðar svo öðrum gæti komið að notum. Stundum hefur þetta basl gjört mig hálf hugsjúkan. En þetta gleymist allt þegar búið er. Jeg skal senda þjer mynd af húsinu þegar það er fullgjört. Tvennt er sjerkennilegt við það. Það er talsvert frábrugðið snið á því að sumu leyti og staðurinn sem það stendur á er mjög fallegur, útsjón þaðan líka ágæt og naumlega hætta á að byggt verði fyrir hana. 21 Guðmundur heldur áfram árið 1911 að lýsa húsi og umhverfi og að hann sýsli við að steypa steina sem hann í nýti í hleðslu steingarðs austan við húsið. „Það sem af er kann jeg vel við húsið mitt. Við höfum dálítið óvana­ legt lag á upphitun. Ofninn er í kjallaranum en loftið heita leitt í pípum um húsið. Við vorum dálítið hrædd við þetta, en allt sýnist ganga svo sem jeg hafði ætlast til, eyðum litlum kolum og höfum nógan hita.“ 22 Mynd í lágri upplausn

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==