Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

94 Haustið 1913 skrifar Guðmundur til Páls að Jónatan á Holtastöðum í Langadal sé að byggja hús eftir fyrirskrift hans í Búnaðarritinu. Húsið væri með tvöföldum veggjum og mold á milli. Guðmundur er spenntur að sjá hvernig það reynist, en hefur áhyggjur af sementinu sem á að nota í steypuna, því að hann hafi heyrt frá yfirsmiðnum að nota eigi sement frá Belgíu, sem hann telur hálfónýtt og því varasamt. Holtastaðahúsið stendur enn rúmum hundrað árum síðar og hefur alla tíð verið til sóma. Guðmundur er glaður í bragði í bréfi árið 1921 þegar hann hafði lokið við bók um steinsteypu. Eins og fram hefur komið ræddi hann iðulega um þá iðju í bréfunum norður sem og trú hans á gildi steinsteypunnar til framtíðar: Jeg er nú loks að koma út þessari sælu kennslubók í steinsteypu sem jeg hef haft lengi á prjónunum. Hugmyndin er að steinsteypa geti orðið heimilisiðnaður í sveitum og byggingarnar orðið miklu ódýrari á þann hátt ef cement fellur í verði, sem það vonandi gjörir … hugmynd mín er að menn geti sjálfir gert sem mest af veggjum sínum. Alþýðleg leiðbeining prentuð er eitt spor í þessa átt. Síðar hef jeg ætlast til að komi út rit um trésmíði, þar næst um málningu, þá eitt um málmsmíði o.fl. Ef jeg get sendi jeg þjer þetta hefti … 23 Næsta áratuginn nefnir Guðmundur oft vinnu við skipulag hinna ýmsu bæjarfélaga við bróður sinn. Hann ítrekar mikilvægi þess að bæir landsins, sem hýsi helming þjóðarinnar, hafi gott skipulag og byggist vel upp. Hins vegar finnst hvergi í bréfunum stafkrókur varðandi ritun á bókinni Um skipulag bæja. Það er sérstakt þar sem hann skrifar oft um ritstörf sín Reisulegt íbúðarhúsið á Geitaskarði í Langadal er byggt eftir teikningum Guðmundar.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==