Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

95 varðandi hin margvíslegustu málefni. Guðmundur kom nánast á hverju sumri norður og sennilega hafa bræðurnir rætt um bókina. En í bréfum Guðmundar Hannessonar til Páls bróður síns frá árunum 1925 til 1930 kemur hann ítrekað að vinnu sinni að skipulagsmálum og ferðalögum sem því starfi tengjast, en á því tímabili átti Guðmundur sæti í skipulags­ nefnd ríkisins ásamt Geir Zoëga vegamálastjóra og Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins. Hann segir frá ferðum til Akureyrar, Seyðisfjarðar og víðar í þessu skyni og er Guðjón Samúelsson iðulega með í för. Eftir ferð austur á Seyðisfjörð árið 1930 getur Guðmundur þess að þeir Guðjón hafi gert „snotran skipulagsuppdrátt“ af þeim bæ. Hann telur að sú vinna muni koma að miklu gagni er fram í sækir. Eftirfarandi tilvitnun er úr bréfi Guðmundar vorið 1929, þegar hann hefur unnið að skipulagstillögu fyrir Hafnarfjörð og lýsir viðhorfum hans vel: Undanfarna daga hef jeg oftast verið í Hafnarfirði og unnið þar að skipulagi bæjarins. Þetta skipulag bæja er að mörgu leyti merkismál og ekki vandalaust. Ef til vill er það eitt það þarfasta, sem jeg hef fundið upp, þó ýmislegt gangi treglega með það. Bæjarbúar eru um helmingur þjóðarinnar og það er ekki sama hvort þeirra mál fara öll í óreiðu eða ekki. Sveitamenn líta opt skakkt á bæina. Ef þeir geta þrifist og vaxið svo verulega nemi eru þeir bændum til mikils gagns í aðra röndina, því þar er hvað bestur markaður fyrir flestar sveitavörur. Hvergi gengur búskapur eins vel í útlöndum og um­ hverfis borgirnar. Mikill partur af Suðurlandi lifir að miklu leyti á Reykjavík. 24 Um svipað leyti og Guðmundur vann að skipulagi Hafnarfjarðar var hann að rita bókarkorn um Heilsufræði með undirtitlinum Húsakynni . Vitaskuld fjallar hann einnig um mikilvægi skipulags í kverinu. Hann kemur inn á þátt lystigarða í skipulagi bæja og að líta megi á þá sem „lungu bæjanna“. Nefnir hann að Hafnfirðingar hafi komið sér upp slíkum samkomustað og valið til þess fagran, skjólsælan blett í útjaðri bæjarins. Þegar Guðmundur skrifaði bróður sínum á fullveldisdaginn árið 1930 var hann bæði stoltur af skipulagi fyrir Seyðisfjörð sem og áðurnefndu riti um Heilsufræði, hvað varðar húsakynni . Þannig segist honum frá í bréfinu: Jeg hef skrifað dálítið kver og látið prenta það í sumar. Sendi það með þessu brjefi til Munda [Guðmundur Pálsson síðar bóndi á Guðlaugsstöðum]. Eitthvað kann að vera í því sem hann hefði gagn af, þó kverið sje fyrst og fremst skrifað fyrir lækna. 25 Þessu riti hans lýkur á orðunum: Þó að skipulagsuppdrættir gefi mikilverða leiðbeiningu um bygg­ ingu bæja vorra … þarf hjeraðslæknirinn einnig að hafa vakandi auga á öllu því, sem gert er, því flest tekur það til heilbrigði bæjar­ búa, beint eða óbeint. 26

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==