Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

96 Í jólabréfi árið 1941 lýsir Guðmundur mikilli vinnu við bókina Húsagerð á Íslandi : „Jeg er nú að losna úr þeim álögum, sem jeg hef komist í við að skrifa sögu húsabygginga hjer á landi. Það er nú verið að prenta hana og á því að vera lokið í febrúar. Jeg hlakka til að vera laus við það seinlega verk.“ 27 Jafnframt getur hann þess að Anna dóttir hans hafi gert lítið úr létti hans að vera laus úr álögum sögu húsabygg­ inga, því að hann byrji strax á einhverju öðru. Sannarlega rétt metið hjá Önnu, enda segir hann Páli í þessu sama bréfi að hann hafi nýlokið við bók um íslensk nöfn á öllum líffærum og það hafi líka verið viðsjált verk. Guðmundur valdi sjálfur grafskrift sína og á legstein hans í Hólavalla­ kirkjugarði er letrað: Hann kenndi Íslendingum að byggja hlý hús. Stjórnmálamaðurinn Guðmundur mun upphaflega hafa verið í hópi Valtýinga og síðar Land­ varnarmaður og í Sjálfstæðisflokknum fyrri, það er andstæðingur höfð­ ingjaflokks Heimastjórnarmanna. Það er auðvelt að álykta að maður sem hugsaði jafnmikið um stjórnmál og framfarir eins og Guðmundur hygði á framboð til Alþingis enda er ekki annað hægt að lesa úr bréfi til Páls í maí 1904 en að hann hafi orðið of seinn með framboð. Hann harmar það þó ekki og skrifar: „það mun verða illt þras á þingi í sumar og gott að vera fyrir utan það allt“. 28 Hugur Guðmundar var þó bundinn við þjóðmálin og hann skrifar um þau og gefur út bæklinginn Í afturelding . Þar setur hann fyrstur manna fram þá kenningu að Ísland ætti að verða og geti orðið sjálfstætt og óháð ríki, án tengsla við Dani. Þetta skipar honum myndar­ legan sess í stjórnmálasögu Íslands. Um þetta framtak sitt skrifar Guð­ mundur til Páls: Jeg vildi geta sent þér þessa bók mína sem jeg hef getið um við þig. Hún er ætluð til þess að þeir sem fáfróðir eru geti botnað í stjórnmálaþrefinu hjer heima og jafnframt að halda fram mínum skoðunum. Þú getur sagt mér einhverntíman hvernig þér líkar bókin. Jeg reyndi að hafa hana létta, auðskilda og sæmilega skemmtilega. Jeg hef nú hugsað mér að hætta að mestu leiti að skrifa um pólitík. Jeg hef sagt mína meiningu og fært rök fyrir. 29 Guðmundur heldur áfram í þessu bréfi frá Akureyri árið 1906 að lýsa viðtökum við hugmyndum hans um framtíð og sjálfstæði þjóðarinnar: „Eftir margar vífillengjur varð það þó ofaná að taka upp að mestu leiti

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==