VR Blaðið I 01 2020

18 VR BLAÐIÐ 01 2020 A VIÐSKIPTABRAUT STAFRÆN VIÐSKIPTALÍNA Eftirspurn eftir fagfólki með þekkingu á stafrænum lausnum er að aukast í atvinnulífinu og brugðið var á það ráð að þróa nýja braut til stúdentsprófs sem myndi undirbúa ungt fólk fyrir slík verkefni. Afrakst- urinn er ný stafræn lína í viðskiptafræði til stúdentsprófs hjá Verzlunar- skóla Íslands. Brautin er unnin í náinni samvinnu Verzlunarskólans við brautryðjandi fyrirtæki í þjónustu á vef og í stafrænum lausnum. Fyrsti hópur hóf nám í ágúst 2019. STARFS- MENNTAMÁL NÝJAR NÁMSLEIÐIR FYRIR VERSLUNARFÓLK Þrjú þróunarverkefni eru að líta dagsins ljós en um er að ræða þrjár námslínur í verslun og þjónustu sem unnar hafa verið að frumkvæði Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks, Starfsmenntanefndar VR og Samtaka verslunar- og þjónustu. Námslínurnar þrjár henta ólíkum markhópum og á ólíkum skólastigum. B FAGNÁM OG RAUNFÆRNIMAT VERSLUNAR OG ÞJÓNUSTU Það er sameiginlegur vilji VR/LÍV og fulltrúa fyrirtækja í verslun og þjónustu að bregðast þurfi við hröðum breytingum á vinnumarkaði með því að auka möguleika til menntunar og þjálfunar í greininni. SVS þróaði því nýtt fagnám og raunfærnimat fyrir starfandi verslunar- fólk í samstarfi við Verzlunarskóla Íslands, Mími og fleiri aðila. Námið er 90 einingar og er blanda af fjarnámi og vinnustaðanámi í fyrirtækjum. Umsækjendum stendur til boða að fara í raunfærnimat hjá Mími þar sem kunnátta og hæfni hvers og eins er metin til eininga á móti kenndum áföngum. Þannig fá einstaklingar með starfsreynslu og hæfni slíkt metið til eininga og styttingar á námi sínu. Markmið námsins er meðal annars að nemendur auki þekkingu sína og færni á vinnustað, þjálfist í að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og geti stýrt verkefnum í verslun í samræmi við skipulag og áætlanir. Þeir sem hafa áhuga á að klára stúdentspróf og halda áfram námi geta nýtt allar 90 einingarnar hjá Verzlunarskólanum og klárað stúdentspróf í fjarnámi hjá skólanum. Fyrsti hópur hóf nám í janúar 2020.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==