Kjarasamningur milli VR/LÍV og Félags atvinnurekanda

29 5. FORGANGSRÉTTUR TIL VINNU Vinnuveitendur skuldbinda sig til þess að láta verslunar- og skrifstofufólk sem er fullgildir félagar VR og annarra aðildarfélaga LÍV hafa forgangsrétt til verslunar- og skrifstofustarfa á félagssvæði félaganna þegar þess er krafist og félagsmenn bjóðast er séu fullkomlega hæfir til þeirrar vinnu sem um er að ræða. Vinnuveitendur hafa ávallt frjálst val um það hvaða félagsmann þeir taka til vinnu. Nú vill vinnuveitandi ráða til starfa einstakling sem ekki er félagi í VR eða öðrum aðildar- félögum LÍV og skal félaginu þá skylt að veita þeim einstaklingi inngöngu enda fari aðild hans ekki í bága við lög félagsins. VR og önnur aðildarfélög LÍV skuldbinda sig til, ef hörgull er á fólki til vinnu, að láta meðlimi FA hafa forgangsrétt á að fá fullgilda félagsmenn til starfa enda skal tilkynna um það að verslunar- og skrifstofufólk vanti til starfa.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==