Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4103 GRUNDVALLARATRIÐI GÓÐRAR HÓPVINNU YFIRLIT Góður grunnur að árangri teymis er að uppsetning hópsins sé byggð á ákveðnum grunnhugmyndum. Teymislífshlaupið sýnir hvernig hópar byrja á samsetningarstiginu og renna sitt skeið á enda á upplausnarstiginu. Skilgreining á hópum hjálpar þátttakendum að sjá flækjustigið sem fylgir því að vinna í mörgum hópum á sama tíma. Allir tilheyra einum hópi, oftast með jafningjum innan fyrirtækisins. Flest fyrirtæki gera þá kröfu að þau þjóni fleiri en einu teymi, bæði innanhúss og utan. SAMHENGI Vinnustaðir í dag eru háðir því að hópar vinni saman á árangursríkan hátt. Umhverfið sem þú starfar í breytist og vex svo hratt að það er ómögulegt að mæta þeim áskorunum upp á eigin spýtur. Þú verður að reiða þig á samvinnu, velvilja og fagmennsku annarra meðlima í vinnuhópunum sem þú starfar í. Í víðu samhengi má segja að starfsánægja þín sé háð áliti þínu á félögum þínum í vinnuhópunum og hversu miklum árangri þér finnst þú ná í samvinnu við þá. Í þessari einingu skoðar þú bæði stóru myndina í vinnuhópum innan fyrirtækja og hlutverk þitt í árangri hópsins. Þú skilgreinir tegundir hópa sem þú starfar í og skoðar teymislífshlaupið frá byrjun til enda. Þú skuldbindur þig til að nota lögmál sem styrkja hópinn sem þú getur beitt á þínum vinnustað með því að breyta viðhorfi þínu og hegðun. Megin færniþættir: • Teymisvinna Skipuleggur verkefni, fólk og auðlindir til að hafa sem mest áhrif á markmið fyrir- tækisins. • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrir- fram áætluðum árangri. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. Tengdir færniþættir: • Gildi Stýrist af eigin gildismati. Sýnir mikil heilindi með því að breyta í takt við sín per- sónulegu gildi. • Sýn Með hugann við framtíðina. Skapar spennandi mynd af því hvernig framtíðin gæti og ætti að vera burtséð frá því hver staðan er í dag bæði fyrir þau og fyrirtækið. • Viðhorf Viðheldur vingjarnlegu og jákvæðu viðhorfi sem ein- kennist af eldmóði. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Þekkja mismunandi tegundir vinnuhópa • Meta árangur hópvinnunnar • Þekkja stig teymislífshlaupsins • Beita lögmálum til að styrka hópvinnu

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==