Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4102 HÓPUPPBYGGING YFIRLIT Sameiginlegur skilningur og tilgangur innan liðsheildar eykur athafnasemi, einbeitingu og samvinnu. Hópar verða að vinna saman að því að skilgreina og vinna eftir gildum, sýn og leiðbeiningum sem styrkir hópsamstarfið. SAMHENGI Hópar eru lifandi og síbreytilegar einingar innan vinnustaðarins. Ef allt væri eins og best yrði á kosið myndu hóparnir vaxa og þroska með sér hæfni, ferla og árangursrík samskipti þó vissulega gangi samstarfið upp og niður þangað til stöðugur árangur næst. Ef stöðugt er leitast við að byggja á styrkleikum liðsmanna og ferlar einkennast af skipulagi og skilvirkni mun hópurinn ná sífellt meiri árangri. Í þessari einingu muntu skoða leiðir til að auka skilning á sameiginlegum tilgangi liðsmanna. Þér til fulltingis eru eins öflug verkfæri og gildi og sýn til að flykkja hópnum í sameiginlega átt. Þú skuldbindur þig til að breyta samskiptum þínum við hópinn til að tryggja stuðningsvænt umhverfi. Megin færniþættir: • Teymisvinna Skipuleggur verkefni, velur fólk og auðlindir til að hafa sem mest áhrif á markmið fyrirtækisins. • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrir- fram áætluðum árangri. Tengdir færniþættir: • Gildi Stýrist af eigin gildismati. Sýnir mikil heilindi með því að breyta í takt við sín per- sónulegu gildi. • Sýn Með hugann við framtíðina. Skapar spennandi mynd af því hvernig framtíðin gæti og ætti að vera burtséð frá því hver staðan er í dag bæði fyrir þau og fyrirtækið. • Viðhorf Viðheldur vingjarnlegu og jákvæðu viðhorfi sem ein- kennist af eldmóði. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Finna sameiginlegan tilgang hópsins • Skoða gildin sem stjórna samskiptum innan hópsins • Skapa sýn hópsins • Stuðla að stuðningsvænu umhverfi • Nota lögmál um uppbyggingu hópsamvinnu

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==