Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4101 VERTU VERÐMÆTUR LIÐSMAÐUR YFIRLIT Í dag er gerð sú krafa að hver liðsmaður leggi sitt af mörkum, oft í fleiri en einu teymi. Árangursríkt framlag er stutt með skilningi á nauðsynlegum persónueinkennum, skilgreiningu á vinnu að markmiðum, auknum skilningi liðsmanna. SAMHENGI Það getur skipt sköpum á þínum starfsframa að koma fyrir sem liðsmaður sem leggur sitt af mörkum. Það að hafa orðspor verðmæts liðsmanns hefur áhrif á starfsmarkmið þín, sambönd á vinnustað, tækifæri á leiðtogastöðu og síðast en ekki síst þá ánægju og hvatningu sem þú tekur frá starfinu. Í þessari einingu metur þú framlag þitt til þeirra vinnuhópa sem þú ert í, skoðar flækjustigið sem fylgir því að vera í mörgum hópum á sama tíma, og leiðir til að fara fram úr væntingum vinnufélaganna til að ná betri hóp árangri. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Meta sig sjálfa sem liðsmenn • Kortleggja þátttöku í núverandi hópum • Skilgreina væntingar til annarra liðsmanna • Nýta sér undirstöðuatriði hópárangurs Megin færniþættir: • Fagmennska Endurspeglar þroska og heil- indi sem skapa trúverðugleika. • Áreiðanleiki Tekur persónulega ábyrgð og gerir sjálfa(n) sig og aðra ábyrga fyrir árangri fyrir- tækisins. • Teymisvinna Skipuleggur verkefni, velur fólk og auðlindir til að hafa sem mest áhrif á markmið fyrirtækisins. Tengdir færniþættir: • Viðhorf Viðheldur vingjarnlegu og jákvæðu viðhorfi sem einkennist af eldmóði. • Meðvitund um umhverfi sitt Sér hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Er meðvitaður um orsök og afleiðingu. Fylgist með málum sem hafa áhrif á ábyrgðarsvið. • Árangursmiðaður Leggur mikið upp úr því að sigra. Helgar sig því að finna árangursríka lausn við allar kringumstæður. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==