Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 4100 Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Nýta sér ferli til að auka árangur hópsins • Setja fram sýn hópsins • Stuðla að samvirkni hópsins • Auka ábyrgðaskyldu hópsins YFIRLIT Samsetning nýs teymis eða endurnýjun núverandi teymis er á ábyrgð allra í hópnum. Árangursrík teymi byggjast á sameiginlegri sýn, grunni tjáskipta og samvinnu, því að koma auga á skipuleggja vörður á leiðinni og byggja upp ábyrgðarskyldu innan hópsins. SAMHENGI Góðan árangur má sjaldan þakka einstaklingsframtaki. Vandamálin sem við stöndum frammi fyrir í fyrirtækjum í dag eru oftast of flókin til að þau geti einn einstaklingur eða aðferð leyst. Þegar allt kemur til alls þá er lokatakmark allra hópa að leysa vandamál og koma hlutum í verk, hvort sem þú ert í verkefnahóp, hóp sem vinnur þvert á fyrirtækjalögin eða á milli deilda. Hvort sem þú setur saman nýtt teymi eða býrð til teymi byggt á hópi sem þegar hefur starfað saman þá berð þú ábyrgð á endanlegri útkomu samstarfsins. SAMSETNING ÁRANGURSRÍKS TEYMIS Færniþættir sem unnið er með: Megin færniþættir: • Viðhorf Viðheldur vingjarnlegu og jákvæðu viðhorfi sem ein- kennist af eldmóði. • Teymisvinna Skipuleggur verkefni, fólk og auðlindir til að hafa sem mest áhrif á markmið fyrir- tækisins. Tengdir færniþættir: • Gildi Stýrist af eigin gildismati. Sýnir mikil heilindi með því að breyta í takt við sín per- sónulegu gildi. • Sýn Með hugann við framtíðina. Skapar spennandi mynd af því hvernig framtíðin gæti og ætti að vera burtséð frá því hver staðan er í dag bæði fyrir þau og fyrirtækið. • Áreiðanleiki Tekur persónulega ábyrgð og gerir sjálfa(n) sig og aðra ábyrga fyrir árangri fyrir- tækisins. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==