Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4201 Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Vinna betur með erfiðum einstaklingum • Afla samvinnu og breyta hegðun án þess að skapa óvild • Beita ráðum til að semja og gera málamiðlanir við erfiða einstaklinga UNNIÐ MEÐ ERFIÐUM EINSTAKLINGUM YFIRLIT Þessi eining hjálpar þátttakendum að bjóða hegðun og viðhorfi erfiðra einstaklinga birginn frekar en að bregðast við á neikvæðan hátt. Þú skoðar erfiða eiginleika og hvort við eigum þátt í að gera ástandið erfitt. Þú skoðar hugtakið að leyfa fólki að njóta vafans, beitir reglum til að bjóða erfiðri hegðun og viðhorfi birginn og lærir 12 skrefa ferli til að semja og gera málamiðlanir við erfiða einstaklinga. SAMHENGI Margir reyna að forðast erfiða einstaklinga því það getur verið lýjandi og tilfinningalega erfitt að eiga í samskiptum við þá. Að forðast þetta fólk og aðstæður getur þó verið enn verra. Óleystur ágreiningur og misskilningur eyða gríðarlegum tíma og orku, getur skaðað vinnuanda og haft áhrif á afkomu með minni framleiðni. Fólk sýnir erfiða hegðun af mörgum ástæðum, oft byggða á fenginni reynslu og samhengi við fortíðina sem litar hegðun dagsins í dag. Í þessari einingu skoðum við sex megin gerðir niðurrífandi hegðunar, tengjum orð og athafnir ákveðnu viðhorfi og hvernig nota má árangursrík samskipti til að leysa mál. Megin færniþættir: • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Viðhorf Viðheldur vingjarnlegu og jákvæðu viðhorfi sem einkennist af eldmóði. Tengdir færniþættir: • Teymisvinna Skipuleggur verkefni, velur fólk og auðlindir til að hafa sem mest áhrif á markmið fyrirtækisins. • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munn- legum og skriflegum upp- lýsingum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==