Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4202 SAMNINGATÆKNI: MANNLEG NÁLGUN YFIRLIT Sama hvert hlutverk þitt er innan fyrirtækisins þá er vinnudagur þinn röð samningaviðræðna. Hæfnin til að nota samningatækni þar sem hagur allra er hafður að leiðarljósi getur gert gæfumuninn í þeim samningum sem þú nærð. Hún er jafnframt nauðsynleg til að hafa áhrif á fólk og eiga uppbyggjandi og jákvæð samskipti. SAMHENGI Fagleg samskipti í dag krefjast þess að þú gerir þitt besta til að tryggja virðisauka þinn og annarra í hvert sinn. Slíkt er ekki tilviljunum háð heldur verður að nálgast þetta ábyrgðarhlutverk á faglegan hátt svo báðir aðilar hagnist og árangur náist til langs tíma. Þessi eining fjallar um samningalíkan með hag allra að leiðarljósi og hvernig þér farnast í samningaviðræðum. Með því að nota eiginleika góðs viðsemjanda, fjögur stig samningaviðræðna og sértæka samninganálgun muntu búa þig undir komandi samningaviðræður. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Leggja mat á samningatækni sína • Koma auga á eiginleika góðra viðsemjenda • Tryggja hag allra með skipulagningu og undirbúningi • Beita samningatækni til að ná fram niðurstöðu sem er báðum aðilum í hag Megin færniþættir: • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Aðlögunarhæfni Víðsýn(n), sýnir sveigjan- leika frammi fyrir breytingum á vinnustaðnum. Bregst við aðstæðum með jákvæðu viðhorfi. • Árangursmiðaður Leggur mikið upp úr því að sigra. Helgar sig því að finna árangursríka lausn við allar kringumstæður. Tengdir færniþættir: • Fagmennska Endurspeglar þroska og heil- indi sem skapa trúverðug- leika. • Skapandi hugsun Nýsköpun. Tvinnar saman gamlar hugmyndir og nýjar til að leysa mál og grípa tækifæri.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==