Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1010 Færniþættir sem unnið er með: Megin færniþættir: • Úrlausn ágreinings Skapar sátt í erfiðum samskiptum og leysir úr málum sem upp koma vegna ágreinings. Tengdir færniþættir: • Meðvitund um umhverfi sitt Sér hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Er meðvitaður um orsök og afleiðingu. Fylgist með málum sem hafa áhrif á ábyrgðarsvið. • Frumkvæði Hefur frumkvæði að því að koma hlutum í verk. Leggur mat á sjálfa(n) sig og aðra og grípur til leiðréttandi aðgerða þegar þörf er á. Hefur sjálfsaga. • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri. YFIRLIT Eitt þýðingarmesta hlutverk stjórnandans er að hafa stjórn á ágreiningi milli starfsmanna, við yfirmenn eða jafningja. Stjórnendur verða að geta hlustað af samhyggð, spurt réttu spurninganna, metið þá einstaklinga sem hlut eiga að máli, ákvarðað hve mikil afskipti þarf að hafa af stöðunni og hvaða leiðir eru bestar til að leysa úr ágreiningnum. SAMHENGI Ágreiningur er eðlilegur hluti af viðskiptum og lífinu öllu. Öll viðskipti milli manna gefa tækifæri til að skapa uppbyggilegan ágreining og nýjar leiðir til að takast á við áskoranir. Vandamálin koma upp í tengslum við hvernig við tökumst á við þennan ágreining. Með réttu leiðunum má leysa ágreining á áhrifaríkan hátt og um leið viðhalda jákvæðu sambandi við þá/milli þeirra sem hlut eiga að máli. Fyrsta skrefið er að skilja til hlítar málin sem ágreiningurinn er um og persónuleika þeirra sem greinir á. Í þessari einingu skoðar þú leiðir til að hafa stjórn á ágreiningi á þínum vinnustað. Þú munt nota þaulreyndar aðferðir til að koma ágreiningsefnunum upp á borðið, ræða þau hlutlægt og finna sameiginlegan flöt. ÚRLAUSN ÁGREININGS Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Koma auga á ágreining innan fyrirtækisins • Greina á hvaða hátt þeir bregðast við ágreiningi • Beita fjölda leiða til að hafa stjórn á og leysa ágreining

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==