Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1011 Færniþættir sem unnið er með: TÍMASTJÓRNUN TIL FRAMTÍÐARVINNU YFIRLIT Góðir stjórnendur þurfa að færast frá því að vinna í fyrirtækinu yfir í að vinna í framtíðinni. Með því að greina í hvað tíminn fer og taka skref til að nýta hann betur, getur góður stjórnandi tekist á við dagleg verk með árangursríkari hætti og um leið fært fyrirtækið til framtíðar. SAMHENGI Viðskiptaheimurinn ýtir stöðugt hverjum einstaklingi og auðlindum út á ystu nöf getu þeirra og þetta á ekkert eftir að verða auðveldara. Góðir stjórnendur verða að geta náð jafnvægi milli allra forgangsatriða sem nauðsynleg eru til að koma meiru í verk, hraðar og ódýrar. Það getur enginn stjórnað tímanum. Þú getur aðeins stýrt sjálfum/sjálfri þér í að nýta tímann á sem áhrifaríkastan hátt. Þegar við skiljum tíma sem við nýtum vel og tíma sem við nýtum illa er auðveldara fyrir okkur að einbeita okkur að sviðum sem hafa áhrif frekar en að eyða tíma og orku á sviði sem við komumst ekkert áfram á. Þetta gefur okkur færi á að greina í hvað tíminn fer og ná jafnvægi milli daglegra verka, lausna vandamála og þróunarvinnu. Megin færniþættir: • Frumkvæði Hefur frumkvæði að því að koma hlutum í verk. Leggur mat á sjálfa(n) sig og aðra og grípur til leiðréttandi aðgerða þegar þörf er á. Hefur sjálfsaga. • Árangursmiðaður Leggur mikið upp úr því að sigra. Helgar sig því að finna árangursríka lausn við allar kringumstæður. Tengdir færniþættir: • Sýn Með hugann við framtíðina. Skapar spennandi mynd af því hvernig framtíðin gæti og ætti að vera burtséð frá því hver staðan er í dag bæði fyrir þau og fyrirtækið. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Stýra daglegum verkefnum og finna tíma til að vinna í framtíðar vexti • Skilja mun á daglegum verkum, lausn vandamála og þróunarvinnu • Koma auga á mun milli tíma sem er vel nýttur og illa nýttur

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==