Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1012 Færniþættir sem unnið er með: Megin færniþættir: • Árangursmiðaður Leggur mikið upp úr því að sigra. Helgar sig því að finna árangursríka lausn við allar kringumstæður. Tengdir færniþættir: • Gildi Stýrist af eigin gildismati. Sýnir mikil heilindi með því að breyta í takt við sín persónulegu gildi. • Frumkvæði Hefur frumkvæði að því að koma hlutum í verk. Leggur mat á sjálfa(n) sig og aðra og grípur til leiðréttandi aðgerða þegar þörf er á. Hefur sjálfsaga. • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skilja muninn á styðjandi og leiðandi markþjálfun • Meta hvernig mismunandi aðilar bregðast við markþjálfun • Beita leiðandi markþjálfun til að leiðrétta hegðun • Forðast hliðarspor í markþjálfuninni • Beita styðjandi markþjálfun til að fá fólk til að eigna sér verkefni YFIRLIT Það getur verið erfitt að veita starfsmönnum markþjálfun til að hjálpa þeim að ná árangri og til að viðhalda kröfum um árangur. Stjórnendur þurfa að vita hvenær á að beita styðjandi aðferðum markþjálfunar og hvenær leiðbeinandi. Þeir þurfa jafnframt að geta metið hversu móttækilegt starfsfólk þeirra er fyrir markþjálfun. SAMHENGI Markþjálfun er eitt af því sem allir stjórnendur bera ábyrgð á og fyrir marga er markþjálfunin áskorun. Stjórnendur þurfa að viðhalda frammistöðustuðlum, vera vissir um að fólk fylgi reglum og verklagi og ná einstaklings- og hópmarkmiðum. Öllu þessu þurfa þeir að ná fram í gegnum annað fólk. Góðir stjórnendur vita að eina leiðin til að ná þessum markmiðum er að styrkja samböndin við starfsmennina. Þeir verða að geta notað fjölbreyttar tegundir markþjálfunar, allt eftir því hver á í hlut og hverjar aðstæðurnar eru. Rétt blanda af styðjandi og leiðandi markþjálfun getur náð fram því besta í öllum. STYÐJANDI OG LEIÐANDI MARKÞJÁLFUN

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==