Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4206 SAMSKIPTAHÆFNI: LAÐA FRAM BREYTINGAR Við lok þessa hluta verða þátttakendur færir um að: • Greina tækifæri til að hlutast til um breytingar í sínu fyrirtæki • Læra þessi grundvallarlögmál og beita þeim til að hafa áhrif á hegðun og viðhorf • Leggja sig fram við að laða fram jákvæðar breytingar í sínu teymi Megin færniþættir: • Leiðtogahæfni Bætir rekstrarárangur með því að samhæfa framtíðar- sýn, markmið og gildi og auka þannig verðmæti af starfseminni. Er fær um að laða aðra til samstarfs og nýta sér helstu kunnáttu þeirra og hæfileika til að ná þeim árangri sem stefnt er að. • Samskiptahæfni Stöðug geta til að byggja upp sambönd sem byggjast á trausti og virðingu, jafnt innan sem utan fyrirtækisins. • Úrlausn árgreinings Eflir samhug í aðstæðum þar sem samskipti eru erfið og færir saman fólk sem hefur snúið baki hvert við öðru vegna ágreinings. Tengdir færniþættir: • Hópvinna Ráðstafar verkefnum, fólki og aðföngum á þann hátt sem uppfyllir markmið fyrir- tækisins. • Breytingastjórnun Leitar með framsæknum hætti eftir tækifærum til að beina sjálfum sér, öðrum og fyrirtækinu í nýjar áttir til að uppfylla markmið fyrir- tækisins. SAMANTEKT Í þessum hluta eru skoðuð tækifæri þín til laða fram breytingar innan þíns fyrirtækis með því að hafa áhrif á hegðun og viðhorf annarra. Þú munt greina grundvallarlögmál sem lúta að því að leiða aðra af virðingu og einlægni í gegnum breytingatímabil. Að auki munt þú leggja mat á eigin viðhorf og fúsleika til að breyta þinni hegðun til að hafa jákvæð áhrif á aðra meðlimi í teyminu. SAMHENGI Fyrirtæki hafa alltaf þörf fyrir einstaklinga sem geta laðað fram breytingar með jákvæðum hætti. Þessir teymismeðlimir bera þá ábyrgð að veita öðrum innblástur svo þeir megi bregðast við tækifærum, áskorunum eða breytingum á forgangsröð með gagnlegum hætti. Í sumum tilvikum hafa þessir einstaklingar formleg leiðtogahlutverk en í öðrum tilvikum eru þeir óformlegir leiðtogar innan fyrirtækisins.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==