Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4207 Við lok þessa hluta verða þátttakendur færir um að: • Skoða tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á fagleg samskipti • Skilgreina grundvallarlögmál til að breyta eigin hegðun og styrkja sambönd • Fylgja tímatöflum við að breyta til í einkalífi og bæta sambönd Megin færniþættir: • Samskiptahæfni Stöðug geta til að byggja upp sambönd sem byggjast á trausti og virðingu, jafnt innan sem utan fyrirtækisins. • Hópvinna Ráðstafar verkefnum, fólki og aðföngum á þann hátt sem uppfyllir markmið fyrir- tækisins. • Aðlögunarhæfni Hefur opinn huga fyrir nýjum hugmyndum. Mætir breytingum á væntingum og umhverfi í vinnu af sveigjan- leika. Bregst við aðstæðum og viðheldur jákvæðu við- horfi. Tengdir færniþættir: • Fjölbreytileiki Metur og nýtir hæfileika, innsýn og hugmyndir í hópi einstaklinga með ólíkan bak- grunn hvað snertir menn- ingu, stíl, hæfileika og drifkraft. • Áhrif Leitast stöðugt við að stýra aðstæðum og leiða fólk inn í kringumstæður þar sem allir vinna. • Samskipti Eflir hæfileika einstaklinga og fyrirtækisins í gegnum virka hlustun sem studd er skýrri munnlegri og skriflegri upplýsingagjöf. SAMANTEKT Í þessum hluta muntu læra leiðir til að láta meira að þér kveða í starfi og einkalífi. Fyrst er farið vítt yfir þau svið þar sem þú getur bætt samskipti þín við aðra. Þú ákveður að fylgja aðgerðaáætlun í tímaröð til að efla fagleg sambönd þín. SAMHENGI Velgengni okkar í starfi byggist að miklu leyti á traustum og öflugum samböndum þar sem þú byggir upp hvert stig í starfsþróun þinni. Með því að beita markvissum aðferðum við að styrkja lykilsambönd gefur þú sjálfum/sjálfri þér besta tækifærið til að eiga í sterkum og langvarandi samskiptum við áhrifamikla einstaklinga. Þessi tengsl hjálpa þér að ná fram hagstæðum niðurstöðum við núverandi aðstæður og leggja grunn að vexti og tækifærum í framtíðinni. SAMSKIPTAHÆFNI: BESTU AÐFERÐIR

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==