Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4302 Helstu færniþættir: • Tjáskipti Að auka hæfni einstaklings- ins með virkri hlustun og skýrum munnlegum og skrif- legum upplýsingum. • Úrlausn ágreininings Samhljómur fundinn við streitufullar aðstæður. Bil brúað milli fólks sem á í ágreiningi. • Meðvitund um umhverfi sitt Að sjá hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Greina sundur orsök og afleiðingu. Vera vakandi fyrir því sem snertir eigið ábyrgðarsvið. Tengdir færniþættir: • Áhrif Að stýra aðstæðum og hvetja fólk til að skapa umhverfi með hag allra að leiðarljósi • Aðlögunarhæfni Víðsýni. Sveigjanleiki frammi fyrir breytingum á vinnu- staðnum. • Samskiptahæfni Stöðug hæfni til að byggja upp traust sambönd innan og utan fyrirtækisins. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Greina persónueinkenni og hvernig þeir bregðast við erfiðum aðstæðum • Aðlaga hegðun sína svo þeir tengist betur ólíkum einstaklingum • Hafa áhrif á viðhorf og hegðun annarra YFIRLIT Þessi hluti mun hjálpa þér að skilja hvaða einkenni eru ríkjandi í þínu fari af persónugerðunum fjórum: drífandi, lýsandi, þóknandi eða greinandi. Það að þekkja sína eigin hegðun er mikilvægasti þátturinn í að tengjast þeim sem eru ólíkir okkur. Þú þarft að koma auga á styrkleika þína og veikleika til að geta haft stjórn á gjörðum þínum og tilfinningum. Þá geturðu betur skilið aðra og beitt áhrifaríkum leiðum til samstarfs. SAMHENGI Atferlisfræðingar hafa rannsakað kenningar um að hegðun fólks megi skipta í fjóra flokka. Hver flokkur lýsir hegðunarmynstri þeirra sem í hann falla. Enginn er einvörðungu í einum flokki og enginn flokkur er betri en annar. Hver flokkur hefur styrkleika og veikleika. Með því að koma auga á hvað er ríkjandi í þínu fari getur þú lagað þína eigin hegðun að ólíkum einstaklingum og hegðunarmynstri þeirra. TJÁSKIPTI VIÐ ÓLÍKA EINSTAKLINGA

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==