Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4304 Megin færniþættir: • Samskipti Eflir hæfileika einstaklinga og fyrirtækja í gegnum virka hlustun sem studd er skýrri munnlegri og skriflegri upp- lýsingagjöf. • Meðvitund um umhverfi Sér hlutina frá mörgum sjónarhornum. Er vakandi fyrir því hvernig aðgerðir hafa áhrif á aðra. Fylgist vel með þeim málum sem snerta ábyrgðarsviðið. Tengdir færniþættir: • Fagmennska Hefur yfirbragð þroska og heiðarleika, sem skapar trú- verðugleika. • Frumkvæði Hefur frumkvæði að því að gera hlutina að veruleika. Leggur mat á sjálfan sig og aðra og grípur til jákvæðra leiðréttinga. Hefur sjálfsaga. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Senda frá sér áhrifarík rafræn samskipti sem varða helstu samskiptaþættina: fræða, grípa til aðgerða og taka ákvarðanir • Lesa og vinna úr upplýsingum á skilvirkan hátt svo gripið sé til lykilákvarðana og aðgerða á réttum tímaSýna fagmennsku í verki með fyrirmyndarvinnubrögðum í rafrænum samskiptum SAMANTEKT Í störfum sínum þarf fólk í atvinnulífinu að halda utan um gríðarlegt magn rafrænna samskipta og því er nauðsynlegt að geta tjáð sig hratt og örugglega. Fólk þarf að geta farið í gegnum og flokkað efni frá ótal mismunandi aðilum og efnisveitum. Ef viðbrögðin eiga að vera áhrifarík þarf skýr samskipti, gagnorðar útskýringar og góða dómgreind. Mikilvægt er að ákvarða tilgang tölvupósts; fræðsla, fortölur, ákvarðanataka eða aðgerðir. Afar mikilvægt er að geta beitt dómgreindinni til að ákveða við hvern eigi að hafa samskipti, hvenær er betra að nota símann og hvenær fundir augliti til auglitis gefa besta raun. SAMHENGI Rafræn samskipti eru ein fljótasta og víðtækasta leiðin til að hafa samskipti við einstaklinga og hópa, en þau valda líka ruglingi, misskilningi og stefnuleysi, eyða tíma og draga úr afköstum. Margir eyða stórum hluta af vinnutíma sínum og orku í að lesa, skrifa og bregðast við rafrænum samskiptum. Með skynsamlegum samskiptaaðferðum er hægt að spara sér bókstaflega hundruð klukkutíma og heilmikinn pirring og koma í veg fyrir glötuð tækifæri. HÆFNI Í RAFRÆNUM SAMSKIPTUM

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==